Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Zathura: A Space Adventure 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. febrúar 2006

Adventure Is Waiting

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Þeim bræðrunum Danny og Walter kemur ekkert allt of vel saman, og þeir rífast reglulega, foreldrum þeirra og eldri systur til mikillar armæðu. Þrátt fyrir það þá geta þeir spilað borðspilið Zathura, og eftir fyrsta leik, þá þeytast þeir, systir þeirra og húsið í heild sinni út í geim. Eina leiðin til að komast aftur heim er að ljúka leiknum. En með... Lesa meira

Þeim bræðrunum Danny og Walter kemur ekkert allt of vel saman, og þeir rífast reglulega, foreldrum þeirra og eldri systur til mikillar armæðu. Þrátt fyrir það þá geta þeir spilað borðspilið Zathura, og eftir fyrsta leik, þá þeytast þeir, systir þeirra og húsið í heild sinni út í geim. Eina leiðin til að komast aftur heim er að ljúka leiknum. En með hverjum leik, þá aukast hætturnar, og systkinin þurfa að vinna saman sem einn maður. ... minna

Aðalleikarar


Zathura er gjörsamlega alveg eins og Jumanji, nema hún gerist í geimnum. Og er ég að fíla það í tætlur. Hún er rosalega flott og vel gerð kvikmynd, tæknibrellur frábærar, hún er spennandi og leikarar standa sig ágætlega. John Favreau er sá sem færði okkur hina kostulegu jólagrínmynd Elf. Þó þessi toppi hana ekki, þá er hún samt afbragðsskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Takið þessi, og gerið ykkur tilbúin fyrir heim beyond your imagination.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um tvo stráka sem finna spil. þeir byrja að spila það og þá fara þeir út í geim og lenda í allskonar ævintýrum. þeir þurfa að losna við geimverur sem heita Zorgónar, bjarga geimfara, þýða systur sína og margt margt fleira.

þessi mynd er roslaega vel uppbyggð og eru margar flottar fléttur í henni. til dæmis mjög óvænt endalok sem skýra alls kyns atriði sem maður skildi ekki í miðri mynd.

tæknibrellurnar eru æði. no comments

Leikararnir eru mjög góðir og túlka þeir vel hræðsluna en um leið forvitni á þessari óvæntu geimferð. mér fannst fyndið að bræðurnir voru alltaf að rífast og líka á svo barnalegann hátt.

(segja það sama aftur og aftur t.d. svindlari, svindlari, ég er ekki svindlari, svindlari, svindlari nei , víst.) eða eitthvað í þá áttina. tónlistin fannst mér æði. svo epísk og stór að manni fannst í bíóinu að maður væri inni í myndinni bokstaflega.

nú var verið að banna myndina innan 10 ára í bíó sem mér finnst reyndar leiðinlegt því þetta er fjölskyldumynd en ég skil afhverju. mörg atriði eru bregðuatriði og gætu hrætt börn yngri en 6 ára. en 10 finnst mér of mikið.


Þetta er snilldarmynd og ég mæli eindregið með henni fyrir alla fjölskyldumeðlimi yfir 6 ára. =)=)=)=)=)=)=)=)=)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að sega að mér fannst þessi mynd mjög góð af því leiti að hún er vel leikstýrð, mikklu betri leikur í henni en ég bjóst við, gott ævintýra andrúmsloft, snilldar tækni brellur og væntanlega góður söguþráður enda gert eftir frægri bók en þessi mynd fjallar um tvo bræður sem eiga ekkert rosalega vel saman og með Göldrum af eihverju spili fara þeir af stað út í geim og lenda þar í mikklum ævintýrum. Þetta er mjög svipaður söguþráður og í jumanjii enda sami höfundurin og þessi mynd er ekki eins barnaleg og maður heldur. En helsti gallin við þessa mynd eru vísindalegar staþreyndir, ég meina hvernin gátu persónurnar í sögunni andað í húsi sem var að ferðast um geiminn o.s.f, en þessi mynd er algjört meistaraverk, fjörar stjörnur fyir snilldar ævintýramynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Prýðilegt fjölskyldubíó
Virkilega skemmtilegar og almennilega góðar fjölskyldumyndir tíðkast ekki oft nú til dags. Zathura stenst þessar kröfur.

Það þykir vinsælt að bera myndina saman við Jumanji. Kannski það sé óhjákvæmalegt, þar sem að umfjöllunarefnið er í grófum dráttum hið sama. Persónulega myndi ég frekar kjósa þessa mynd. Hún er kannski þunn, en virkar eitthvað svo vel í einfaldleika sínum og höfðar álíka vel til barna sem og fullorðna.

Jon Favreau stendur sig óhemju vel í leikstjórastólnum. Hann á það kannski til að missa sig út í örfáa sykursæta þætti (ekki ósvipað og hann gerði varðandi Elf – sem var annars mjög vel heppnuð einnig), en yfirhöfuð býr hann til þétta afþreyingu sem flæðir á góðum hraða og lítur virkilega vel út.

Ungu leikararnir standa sig sömuleiðis vel, og virka aldrei pirrandi á mann. Tæknibrellurnar líta heldur ekki illa út og þó svo að myndinni sé ætlað að vera geimævintýri sem beygir flestöll lögmál vísinda verður hún aldrei neitt hallærisleg eða skrípaleg.

Hefði bara sagan ekki tekið svona furðulega stefnu nær lokin og byrjað að draga fram einhverjar óvæntar fléttur sem skiptu voða litlu máli myndi ég gefa þessari mynd hærri meðmæli. Hún missir örlítin damp útaf þessu. Að öðru leyti er þetta þrælskemmtileg og meira en vel heppnuð ævintýramynd. Tilvalið bíó fyrir famelíuna!

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn