Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Darkman 1990

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. desember 1990

Now, Crime Has a New Enemy, And Justice Has a New Face!

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Vísindamaðurinn Peyton Westlake hefur fundið upp aðferð til að rækta gervihúð. Þetta gæti umbylt skinnágræðslu í heiminum, fyrir utan einn lítinn galla; gervihúðin fer að skemmast eftir að hafa verið 100 mínútur í ljósi. Þegar þrjótar ráðast á Peyton, þá hlýtur hann skelfilegan bruna á líkamann, og er skilinn eftir til að deyja. Í hefndarskyni... Lesa meira

Vísindamaðurinn Peyton Westlake hefur fundið upp aðferð til að rækta gervihúð. Þetta gæti umbylt skinnágræðslu í heiminum, fyrir utan einn lítinn galla; gervihúðin fer að skemmast eftir að hafa verið 100 mínútur í ljósi. Þegar þrjótar ráðast á Peyton, þá hlýtur hann skelfilegan bruna á líkamann, og er skilinn eftir til að deyja. Í hefndarskyni þá getur Peyton, eða öðru nafni Darkman, nú tekið á sig mynd hvers sem er ( með gervihúðinni ), en hann hefur aðeins 100 mínútur í hverju dulargervi. ... minna

Aðalleikarar


Hver man ekki eftir myndum eins og Driving Miss Daisy, Born on 4th of July, The Abyss, Indiana Jones 3, Back to the future 2 o.fl frábærum myndum sem komu um 1990? Þetta var frábært bíóár og voru margar af þessum myndum í baráttu um Óskarinn þetta árið. Svo voru vinsældir superhetjumynda að aukast eftir þvílíkar vinsældir sem að fyrsta Batman átti árið 1989. Sam Raimi hafði á þessum tíma verið lítt þekktur leikstjóri en vinsældir hans voru að aukast þökk sé frumraunum hans, sem voru hinar stórgóðu Evil Dead myndir. Darkman er örugglega með einum af svölustu og myrkustu myndum sem ég hef séð eftir hann. Það er eitthvað við Darkman sem er svo gaman að fylgjast með. Og hefur maður mikla samúð með honum yfir öllu brjálæðinu sem hann þarf að ganga í gegnum. Flestar ofurhetjur hafa einhverja spes krafta, en hann er öðruvísi en allar ofurhetjur sem ég hef séð. Förum aðeins í myndina. Dr. Peyton Westlake er við það að ná framförum í vinnu sinni. Hann er að búa til skinn sem hefur einhverja spes eiginleika. Vandinn er að það endist bara í 99 mínútur áður en það losnar upp. Þegar Robert Durant og gengi hans ráðast á rannsóknastofu hans og eyðileggja allt sem tengist vinnu hans og hann sjálfan, halda þeir að öllu sé aflokið. En þeir hefðu átt að klára verkið. Því Peyton lifir af, en með þeim afleiðingum að allt andlit hans er nánast afmyndað. Þegar sjúkrafólkið sleppur honum af sjúkrahúsinu, ákveður hann að endurgera vinnu sína og notfæra sér vinnuna til að hafa uppi á Durant og gengi hans í hefndarferð og verður Darkman, sem hefur það aðalmarkmið að drepa þá sem eyðilögðu vinnu hans. Let the hunt begin. Það kemur mér soldið á óvart að enginn skuli vera búinn að gera gagnrýni um þessa snilld, so I'm honoured að vera sá fyrsti. Darkman gæti vel flokkast undir sem ein af bestu revenge myndum sem hefur verið gerð. Hún fetar vel í fótspor mynda eins og Kill Bill, Shogun Assasin o.fl góðra revenge mynda. Leikstjórn Sam Raimi er góð, handrit Chuck Pfarrer fínt, sagan er góð og útlit myndarinnar er mjög drungalegt. Einnig er hún á tímum verulega gróf mynd, og sést það best í atriðinu þegar hann úlnliðsbrýtur einn starfsmann í tívolíi einu. Liam Neeson er frábær í hlutverki Peyton Westlake/Darkman. Svo er Larry Drake góður í hlutverki Durants. Einnig er Francis McDormand allt í lagi í hlutverki kærustu Peytons. Þó svo þessi sé ekki besta mynd Sam Raimi, þá er hún alveg frábær mynd sem ég hvet fólk að kíkja á, hvort sem þið fílið ofurhetjumyndir eða Sam Raimi yfir höfuð. En forðist framhöldin, í guðanna bænum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn