Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Exorcist: The Beginning 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. október 2004

A New Chapter of Evil.

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Fornleifafræðingurinn Lankester Merrin er beðinn um að fara til Austur Afríku til að grafa upp kirkju sem fannst algjörlega brunninn niður í sandinn. Merrin er einnig vígður róman - kaþólskur prestur sem, þjakaður af hlutum sem hann var neyddur til að gera í seinni heimsstyrjöldinni í heimalandi sínu Hollandi, forðast allar aðrar trúarstefnur eða hjátrú.... Lesa meira

Fornleifafræðingurinn Lankester Merrin er beðinn um að fara til Austur Afríku til að grafa upp kirkju sem fannst algjörlega brunninn niður í sandinn. Merrin er einnig vígður róman - kaþólskur prestur sem, þjakaður af hlutum sem hann var neyddur til að gera í seinni heimsstyrjöldinni í heimalandi sínu Hollandi, forðast allar aðrar trúarstefnur eða hjátrú. Hann er heillaður af því sem hann finnur í Afríku og kemst að því að það á rætur að rekja hundruð ára áður en kristni var kynnt fyrst til sögunnar á þessu landssvæði. Með honum í för er séra Francis, en hann á að fylgjast með þeim trúarlegu hlutum sem þeir kunna að rekast á. Merrin fer til búða þeirra. Þar hittir hann ungan lækni, Sarah, og fljótlega sér hann að yfir svæðinu hvílir eitthvert rökkur og dimma. Vinnumenn á svæðinu brjálast og ungur drengur er illa leikinn af hýenum, á sama tíma og dýrin láta yngri bróður hans Joseph algjörlega í friði. Inni í kirkjunni sjálfri finna þeir merki um vanhelgun. Merrin neyðist til að horfa í eigin barm og á það hvað hann trúir, og mæta djöflinum augliti til auglitis.... minna

Aðalleikarar


Mér fannst Exorcist: The Beginning arfaslök bíómynd. Þetta prequel af Exorcist seríunni er örugglega ein óathyglisverðasta hrollvekja sem ég hef litið augum á. Þó svo ég hafi ekki kynnt mér neinar af Exorcist myndunum nema upprunalegu snilldina, þá er ég alveg á því að þessi er ekkert að gera sögunni um Father Merrin og baráttu hans við djöfulinn betri skil. 0/4 í einkunn hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á myndina án neinna væntinga, treilerinn gerði það ljóst að myndin væri líklega afar slöpp en sem betur fer þá er myndin alveg ágæt... Það er nú hann Stellan Skarsgaard sem heldur myndinni uppi mest allan tíman sem Merrin. Þessi James D´Arcy leikur næstum tilgangslaust hlutverk. Leikurinn er í heild fínn. Exorcist The Beginning hefur góð atriði og spennan er stundum í hámarki en með slöppu handriti og lélega leikstýrðum senum þá dregst myndin þó nokkuð niður. Mikið er af hroll atriðum og oft heppnast það en mjög oft komu fyrir hroll atvik sem allir hafa séð áður, til dæmis að hafa ljós í göng sem skyndilega slökkna og svo þegar þau kvikna aftur birtist veran fyrir framan þig. Þetta hefur gerst í nokkrum myndum eins og Event Horizon. Svo er notkunin á tæknibrellum í myndinni ekki nógu góð. Að hafa stórar og miklar sjónbrellur í hrollvekju virkar bara alls ekki. Það er hægt að nota tölvubrellur í hófi og aðeins ef þér finnst það trúlegt. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir hrollvekjur að missa aldrei trúverðleika sinn þrátt fyrir að söguþráðurinn er ólíklegur.  Exorcist the Beginning gleymir sér algerlega í notkun á tæknibrellum og sumar senur missa allan trúverðleika. Slappt handrit, vitlaus leikstjóri (Renny Harlin á niðurleið) og ekki nógu góð notkun á tæknibrellum lækkar myndina verulega niður.  Annars er Exorcist the Beginning alveg fín og hægt er að horfa á hana einu sinni í minnsta kosti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ódýrar bregður, en góður fílingur
Ég skil bara ekki hvað í ósköpunum gagnrýendum finnst svona hryllilega lélegt við þessa mynd! Ef maður fer í réttu hugarfari og stillir væntingar ekki of hátt má hér finna bara hina prýðilegustu hrollvekju.
Þótt frumlegheit séu að mestu leyti fjarverandi og myndin verði seint talin eins mikið "cult-hit" og sú upprunalega þá verður því ekki neitað að hún er mun skárri en flestar aðrar framhaldsmyndir og forsögur sinnar tegundar (þ.á.m. viðbjóðurinn Exorcist II: The Heretic).

Fyrsta myndin er náttúrlega klassík og það er bara ómögulegt að toppa hana. Reyndar hefur hún ekki eins mikil áhrif í nútímanum á nýju kynslóðirnar og hún gerði á fyrri árunum (mér skilst nú að það sé vinsælt að hlæja að henni, botna ekkert í því!), þar sem maður er farinn nú að sjá miklu grófari og ákafari hluti í hryllingsmyndum, en allir sannir kvikmyndaáhugamenn ættu að geta séð hversu ógleymanleg hún í raun og veru er, og jafnframt hversu merkileg uppbyggingin var (það sést t.d. ekki oft í týpískum unglingahrollvekjum að heill klukkutími sé notaður bara í það að stimpla sambönd persónanna áður en rétta atburðarásin hefst).

Exorcist: The Beginning þjáist að sjálfsögðu fyrir hlutina sem hún sleppur, og oft finnst manni meira lagt í bregðuatriði fremur en nokkuð annað. Hins vegar á hún gott orð skilið fyrir að byggja upp góða gæsahúðarstemningu og vera nokkuð ''intense'' á köflum, þrátt fyrir að ofnota hluti eins og blóðmagn og alls kyns viðbjóð (viðkvæmar sálir: haldið ykkur fjær!). En fyrir þá sem ekki vissu þá var upprunalegi leikstjóri þessarar myndar gamli refurinn Paul Schrader, en hann var einmitt rekinn fyrir að gera myndina ekki nógu blóðuga (hann vildi víst fókusa á mannlega þáttinn öllu heldur, sem framleiðendur kærðu sig greinilega ekkert um). Í staðinn kom þá spennufíkillinn Renny Harlin og neyddist til að taka upp meira en helming myndarinnar upp á nýtt ásamt gífurlegum breytingum í handritinu. Maður spyr sig hvor útgáfan hefði í raun orðið áhugaverðari. Sagan er nú ekki slæm, og maður tekur ekki auðveldlega eftir einhverjum breytingum sem gátu orðið á henni, þrátt fyrir að lokafléttan hafi kannski verið frekar langsótt (en engu að síður óvænt).

Stíllinn er þó ótrúlega flottur og nær hann að skapa meiriháttar og um leið skuggalegt gotneskt andrúmsloft. Stellan Skarsgård er líka mjög fínn í hlutverki Merrins og Izabella Scorupco hefur vafalaust gert margt verra.

Exorcist: The Beginning felur í raun og veru ansi margar spurningar á bakvið sig, og þá er ég ekki að tala um hefðbundnu merkinguna, heldur veltir maður mikið fyrir sér hvort hún gæti hafa orðið betri eða verri. Persónulega hafði ég ímyndað mér miklu verri mynd og í lokin sá ég alls ekki eftir þessum tíma sem ég eyddi í hana. Samt hlakkaði mig mikið til að komast heim eftirá og skella gömlu myndinni í tækið enn einu sinni.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nafnið eitt á myndinni var nóg ástæða fyrir mig að fara í bíó. Ég er aðdándi hinnar heilögu þrenningar í Anti-krists/Lúsifers hrollvekjum: The Omen, Rosemary´s Baby og The Exorcist. Framhaldsmyndir þeirra hafa flestar verið brottgengar fyrir utan OmenII og ExorcistIII sem var sérlega vel heppnuð og illilega scary. Með það í huga og það að William Peter Blatty skrifaði þessa líka fór ég með smá væntingar og reyndi að standast freystinguna á að tjekka á aðsókn, dómum og fl á netinu. Vildi upplifa þetta ómengað...og vonbrigðin urðu og eru sannarlega ómenguð. Það má vera að Hasar-kynslóðin munu líka við þessa mynd og hún getur þá glaðst yfir því að ofangreindar myndir eru miklu betri og frábær hrollur og skemmtun bíður þeirra á næstu leigu. Renny Harlin rennur á rassinn illa í þessari mynd. Stellan Skarsgárd, sá frábæri leikari, er hreinlega leiðinlegur og öll samtöl og leikur styrður og slakur. Eins og grunnhugmyndin og efniviðurinn er góður þá tekst mönnum illa upp. Á erfitt með að trúa því að W.P.Blatty hafi verið sáttur með útkomuna. Blóð og viðbjóður er ofnotað, líklega til að reyna bæta upp spennu og hroll sem handritinu vantar sárlega. Eitt annað sem er hræðilegur mood-killer eru illa tölvuteiknaðar híenur !! ekki séns að verða dreginn inn í dulmagnaða lúsifers-spennu eftir að horfa upp á þá hörmung. Myndin á sína ágætu spretti og fær 2 stjörnur (með trega)... í þeirri von að myndin vekji áhuga hjá yngri kvikmyndaunnendum að kynna sér ofangreindar klassísku myndir sem enn standa sem klettar langt upp úr þesskonar hrollvekjum. - góða skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get ekki sagt með hreinni samvisku að ég hafi verið ánægður með þessa mynd. vesenið í kringum hana leikara, leikstjóra, handritshöfunda og nánst fullkomin útskipting á crew-inu, voru ekki til að gera þetta meira freistandi bita. Þar sem þegar svona vesen er þá er það bókað mál að myndin er ekki góð. En myndin stendur Exorcist svo langt að baki hvað allt varðar að það er sorglegt. Hún er engan vegin jafn ógnvekjandi, þegar mynd með svona þykktplott er látin ganga út á blóð, innyfli og bregðuatriði þar sem málið er að hafa sem mestan hávaða eins og í hýenuatriðinu. Það var svo eitt sem fór svo rosalega í mig og það var ósamræmi og vitleysur í henni. Í byrjun var kirkjan byggð árið 5 eftir krist samkvæmt gaurnum sem réð Merrin til að ná í djöflastyttuna. Svo þegar séra Francis segir Merrin söguna var kirkjan byggð 1500 árum fyrr. Svo það að Býsanska keisaraveldið hafi verið kristið árið 5 eftir krist er bara vitlaust, býsantíska keisaraveldið eftir því sem ég hef lært var rómverska keisaraveldinu skipt upp árið 395 eftir krist og þá varð bysantíska keisaraveldið til. Munar 390 árum þarna. En með myndina. alltof mikið lagt uppúr blóði og ógeði, fyrstu 95 mínútunar eru hundleiðinlegar og eiga mikið meira skylt við myndir eins og Event Horizon, Hellraiser og þess háttar hryllingsmyndir, það er ekkert nema nafnið á Merrin sem tengir þessar fyrstu 95 mínútur við Exorcist. síðustu 20 mínúturnar eru fínar þá er komin meiri exorcist í þetta skrípi. Myndin er engan vegin nógu góð til að bera Exorcist nafnið, hún á meira skilið við myndir á borð við Event Horizon þessa óheilögu þrenningu Exorcist, omen og Rosemary's baby. Mæli frekar með því að þið kíkjið á Orginalin
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn