Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég var mjög ánægð með myndina, þó svo að hún hafi í raun ekki alveg staðið undir þeirri lýsingu sem auglýst var í blöðum, þar sem hún var úthrópuð þýsk gamanmynd. Myndin er nefnilega svo miklu meira en það, frekar alvarleg, mynd sem fær þig til að hugsa og hrífast með. Góð tilbreyting frá öllum amerísku formúlumyndunum!
Ég er sáttur með Good Bye, Lenin. En ég varð samt fyrir smá vonbrigðum. Aðalgallinn er að myndin, eins og of margar myndir nú á dögum þá byggist hún öll á einræðum, ein persóna segir söguna sem mér fannst ágætt en það var ekki nýtt til fulls og mér fannst það einum of mikið að stæla frægar myndir. Svo einn annar stór galli er húmorinn, hann er fínn á pörtum en fyndin er alls ekki nógu fyndin, hún tekur sig of alvarlega. Allt annað er mjög gott. Good Bye, Lenin er týpísk mynd fyrir óskar eða bafta þar sem hún var tilnefnd fyrir golden globe og bafta en vann ekki. Mér finnst Good Bye Lenin fín mynd en mjög ofmetin.
Ég fór á myndina með miklum væntingum. Hafði heyrt að hún byggðist á svipaðri hugmynd og Neðanjarðar eftir Kusturica. (sem er mín uppáhaldsmynd).
Einnig var ég forvitinn yfir að sjá þýskan húmor.
Vissulega er myndin mjög góð og sum atriði algjör snilld. Þar dettur mér fyrst í hug atriðið þegar mamman sleppur út af heimilinu og sér svífandi Leninstyttu fara hjá. Ótrúlega strekt atriði.
Til þess að njóta myndarinnar þarf maður að vera nokkuð fróður um sögu Þýskalands eftir stríð og umbreytingarnar þar í kringum 1990. T.d. þurfti ég að skýra út bakgrunn sögunnar fyrir frúnni bæði fyrir og eftir mynd, þar sem hún var ekki eins fróð um söguna.
Einnig var forvitnilegt að fylgjast með óáhorfendahópnum. Allavega var mun meira að sjá af hugsandi fólki á þessari mynd heldur en á hinum venjulegu Hollywood formúlumyndum, sem soga að sér einfeldninga og sálir sem aðeins vilja láta mata sig án þess að þurfa að melta.
Þessi mynd er ein af þessum must see myndum, þó svo að fyndin næði ekki því flugi sem ég hafði vænst. Kannski mætti ég með of miklar væntingar eftir þá umfjöllun sem ég hafði séð og heyrt.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Wolfgang Becker, Bernd Lichtenberg
Framleiðandi
Sony Pictures Classics
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
28. júlí 2004
VHS:
7. október 2004