Good Bye, Lenin!
2003
(Goodbye Lenin)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 28. júlí 2004
The German Democratic Republic lives on -- in 79 square meters!
121 MÍNÞýska
90% Critics
93% Audience
68
/100 Tvö áföll setja mark sitt á líf Austur-Berlínar búans Christine Kerner. Hið fyrra, árið 1978, er þegar eiginmaður hennar flýr yfir til Vestur Þýskalands ásamt annarri konu, og skilur hana eftir eina með tvo unglinga, þau Ariane og Alex. Christine er sanntrúaður sósíalisti og helgar líf sitt flokknum, sem tákni fyrir reiði sína í garð eiginmannsins.
Seinna... Lesa meira
Tvö áföll setja mark sitt á líf Austur-Berlínar búans Christine Kerner. Hið fyrra, árið 1978, er þegar eiginmaður hennar flýr yfir til Vestur Þýskalands ásamt annarri konu, og skilur hana eftir eina með tvo unglinga, þau Ariane og Alex. Christine er sanntrúaður sósíalisti og helgar líf sitt flokknum, sem tákni fyrir reiði sína í garð eiginmannsins.
Seinna áfallið er þegar hún sér Alex árið 1989, sem er nú vaxinn úr grasi, marserandi í kröfugöngu gegn Berlínarmúrnum, og vera síðan handtekinn af lögreglunni. Hún fær hjartaáfall í kjölfarið og leggst í dauðadá. Á meðan Christina er í dauðadáinu, þá breytist Þýskaland gríðarlega og Berlínarmúrinn fellur, og Austur - og Vestur Þýskaland sameinast.
Líf Kerner fjölskyldunnar breytist einnig þegar allt sem fylgir hinum kapitalíska umhverfi hellist yfir þau. Þegar Christine vaknar úr dáinu átta mánuðum síðar, þá er heilsufar hennar enn brothætt.
Allt sem gæti mögulega komið henni í uppnám gæti mögulega valdið hjartaáfalli á ný, og hún hugsanlega dáið. Til að vernda móður sína þá ákveður Alex ekki að segja móður sinni frá breytingunum sem orðið hafa. Hann telur betra að passa upp á hana heima við, þar sem hann getur stjórnað því hvað hún sér og upplifir. Þó að fæstir séu hrifnir af hugmyndinni - þar á meðal Ariane og Lara ( kærasta Alex sem er einnig hjúkrunarkona Christine ) - þá gana þau alla leið í blekkingunni, og endurskapa Austur - Þýskaland á heimilinu. En hve lengi geta þau haldið þetta út?... minna