Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Cold Creek Manor er ágætis mynd en mjög fyrirsjáanleg. Ung hjón ákveða að flytja úr stórborginni og kaupa gamalt hús út í sveit sem er í niðurníðslu. Myndin má þó eiga það að það eru engir ónáttúrulegir hlutir sem gerast í henni og hún er spennandi á köflum. Aðal gallinn við myndina er hversu mörg atriði hafa verið klippt út til að stytta hana. Sum þessara atriða máttu alveg fara en önnur hefðu þurft að vera til þess að gera söguþráðinn skýrari. Mæli með að fólk horfi á bónus efnið á DVD disknum eftir að horft hefur verið á myndina og skoði þau atriði sem voru klippt út. En annras er þessi mynd hin ágætasta skemmtun.
Þegar ég tók þessa mynd þá bjóst ég við frekar slappri spennumynd, og það var rauninn maður vissi næstum allan tíman hvað myndi gerast og hver væri morðinginn. Mér fannst þessi mynd vera frekar vel leikinn og frekar flott sett upp en það vanntaði alveg spennuna í þetta sem ég bjóst við.
Ég er alveg sáttur við þessa mynd. Ég bjóst við lélegri spennumynd en þetta var góð spennumynd í anda Cape Fear. Hjón flytja inn í hús en þar er einhver morðingi. Kannski illa leikin en samt ótrúlega góð.
Þessi mynd er snilld! Leikararnir eru ótrúlega góðir og handritið og leikstjórinn og allt! Ég tók samt reyndar ekki alveg eftir söguþráðinum en ég held að það var að tvö fólk fluttu inn í hús og þar var morðingi eða eitthvað svoleiðis. Þetta er allaveganna geðveik mynd!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Tekjur
$29.119.434
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
28. nóvember 2003
VHS:
24. febrúar 2005