Náðu í appið
Öllum leyfð

Wall Street 1987

Aðgengilegt á Íslandi

Every dream has a price.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
Rotten tomatoes einkunn 81% Audience
The Movies database einkunn 56
/100

Bud Fox er verðbréfasali á Wall Street í New York snemma á níunda áratug síðustu aldar. Hann er metnaðargjarn og stefnir á toppinn. Hann vinnur fyrir fyrirtækið sitt á daginn, en vinnur að því í frítíma sínum að ná fundi með hinum farsæla, ( en miskunnarlausa og gráðuga ) verðbréfasala Gordon Gekko. Fox nær að lokum að hitta Gekko, sem tekur hinn... Lesa meira

Bud Fox er verðbréfasali á Wall Street í New York snemma á níunda áratug síðustu aldar. Hann er metnaðargjarn og stefnir á toppinn. Hann vinnur fyrir fyrirtækið sitt á daginn, en vinnur að því í frítíma sínum að ná fundi með hinum farsæla, ( en miskunnarlausa og gráðuga ) verðbréfasala Gordon Gekko. Fox nær að lokum að hitta Gekko, sem tekur hinn unga Fox undir sinn verndarvæng og skýrir fyrir honum heimspeki sína að “græðgi er góð”. Hann tekur hans góðum ráðum vel, og vinnur náið með Gekko, og berst fljótlega inn í heim uppa, skuggalegra viðskipta, kvenna og peninga, sem er algjörlega á skjön við það sem faðir hans hafði kennt honum í uppeldinu. ... minna

Aðalleikarar


Strax eftir að hafa gert Platoon gerir Oliver Stone Wall Street sem sýnir siðferðisgildi græðginnar í bandarísku þjóðfélaginu. Hann Gordon Gekko (Michael Douglas) sagði Greed is good, það er græðgin sem eflir fólk til þess að fá það sem það vill hvort það séu peningar eða upplýsingar. Charlie Sheen leikur Bud Fox sem er ungur verðbréfasali á Wall Street sem langar mest af öllu að vinna fyrir Gekko sem er einhver almesti salinn á Wall Street. Fox fær loks tækifæri til þess að hitta hann og fer smám saman að vinna fyrir hann en Gekko notfærir sér allt sem hann getur hugsanlega boðið uppá í sinni eigin þágu. Mjög fljótlega er Fox í slæmri stöðu sem hefur áhrif á alla fjölskyldu hans og heil fyrirtæki sem hann ber ábyrgð á. Wall Street sem er frá 1987 er góð að sýna bandaríska peningakerfið og hverskonar áhrif peningar geta haft á fólk. Faðir hans Stone var líka verðbréfasali á Wall Street og sumir í myndinni eru byggðir á honum. Michael Douglas vann óskar fyrir besta leik sinn í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.10.2022

Morðgáta í léttum dúr

Kvikmyndin Amsterdam, sem kemur í bíó í dag hér á Íslandi, er lauslega byggð á raunverulegum atburðum frá fjórða áratug síðustu aldar. Árið 1933, þegar Franklin Delano Roosevelt var nýtekinn við sem forseti Ban...

31.12.2020

Þetta segja landsmenn um Skaupið: „Love love love á þetta skaup!“

Sitt sýnist alltaf hverjum um Áramótaskaupið um ár hvert og þykir mikið sport að deila um gæði þess. Má þó segja að viðbrögð séu almennt í jákvæðari kantinum þetta árið, af fyrstu tístum landsmanna a...

22.12.2020

Bond til sölu?

Forsvarsmenn MGM Holdings Inc. hyggjast selja kvikmyndaver félagsins og með því njósnarann hennar hátignar, James Bond. Frá því er meðal annars greint á vef Wall Street Journal og segir þar að vonast sé til með sölunn...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn