Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Old School 2003

Frumsýnd: 23. maí 2003

All the fun of college, none of the education.

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Mitch, Frank og Beanie er óánægðir með líf sitt, sem byrjar með því þegar vergjörn kærasta Mitch heldur framhjá honum, fyrrum partýdýrið Frank giftir sig, og einn sem ekki er tilbúinn til að hætta partýstandi, Beanie, sem er fjölskyldumaður, vill endurlifa villtu trylltu árin. Beanie stingur upp á að þeir félagarar stofni sinn eigin bræðralagsklúbb... Lesa meira

Mitch, Frank og Beanie er óánægðir með líf sitt, sem byrjar með því þegar vergjörn kærasta Mitch heldur framhjá honum, fyrrum partýdýrið Frank giftir sig, og einn sem ekki er tilbúinn til að hætta partýstandi, Beanie, sem er fjölskyldumaður, vill endurlifa villtu trylltu árin. Beanie stingur upp á að þeir félagarar stofni sinn eigin bræðralagsklúbb í húsi Mitch sem er á skólalóð menntaskólans þeirra, í þeim tilgangi að upplifa á nýjan leik gömlu dagana þegar þeir skemmtu sér sem mest. Fljótlega fyllist allt af fólki og partýið byrjar. ... minna

Aðalleikarar


Þegar ég ákvað að fara að sjá Old School átti ég í rauninni von á léttri og allt að því nettheimskulegri mynd sem snerist eins og flestar myndir sinnar gerðar um fyllerísdjamm, kynlífssvall og fleira slíku tengt, eins og mikið hefur verið fjallað um í ýmsum myndum seinustu ára. Vissulega er það rétt mat en það skemmtilega við þessa er að hún er mjög skemmtileg og einkar gaman af henni. Í stuttu máli sagt er hér sögð saga þriggja vina (Vince Vaughn, Luke Wilson og Will Ferrell) sem ákveða að stofna bræðrafélag í háskólanum sínum. Stefnan er nokkuð einbeitt í vissa átt. Gert er út á djamm, fyllerí og að skemmta sér svona líka ansi vel. Kostulegar uppákomur og skemmtileg atriði koma við sögu og framundan létt og þrælskemmtileg mynd. Kostulegur húmor einkennir myndina og þeir félagar eiga góðan leik, sérstaklega Vince Vaughn sem er náttúrulega frábær leikari. Hafði semsagt mjög gaman af myndinni og mæli með henni ef fólk vill horfa á villta og skemmtilega mynd með góðum húmor. Þá er þetta eitthvað fyrir ykkur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Því haga menn sér eins og strákar, því þeir geta það. Þarna er á ferð gífurlega skemmtileg gamanmynd með góðum húmor. Þessi mynd heillaði mig mjög mikið og ég bjóst ekki við þessu. Þessi mynd fjallar um að Bræðrafélag er stofnað fyrir fólk úr skólanum og ekki úr skólanum. Þetta bræðra félag verður mjög vinsælt og allir vilja aðgang, eins og vanalega er einn leiðinlegur karl sem þekkti strákana sem eiga bræðrafélagið úr æsku og líkar ekki allt og vel við þá. Hann reynir eins og hann getur að loka þessu bræðrafélagi og reka þá sem voru í því í skóla úr skólanum. Hann náði þetta langt vegna múta við forstjóra félagsráðsins í skólanum og....segji ekki meir. Mæli mjög mikið með þessari mynd... Cr4cKeD
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stórskemmtilegir leikarar bjarga öllu
Old School er gríðarlega heimskuleg mynd, og gerir fátt annað en að troða fjölmörgum bröndurum á mjög lági plani framan í áhorfandann. Hins vegar er hægt að hafa óvenju gaman að þessu öllu saman.

Myndin er fyrst og fremst borin uppi af fjölmörgum bráðskemmtilegum gamanleikurum, sem ná að halda þunnri og eldgamalli klisjusögu á floti með kostulegum húmor. Luke Wilson fær loksins að gera eitthvað meira en að standa kyrr flatur og hálf dauður á skjánum eins og áður, og reynist vera bara mjög fínn hér. Vince Vaughn er þó að sjálfsögðu frábær í nánast bara sama hlutverki og hann lét í Swingers og Made, en það gerir lítið til, því þessi karakter hjá honum er hrein snilld. Síðan er það Will Ferrell sem er bara drephlægilegur eins og venjulega, og fær nú loksins stærri rullu en áður fyrr (tel ekki A Night at the Roxbury með... Fannst hún alltaf léleg).

Eins og ég tók fram, þá hafði ég mjög gaman af myndinni, en samt fannst mér vanta örlítið meiri húmor. Old School er skemmtileg mynd, en er samt ekkert svo rosalega fyndin. Það eru að vísu tvö sprenghlægileg atriði, fyrst ber að nefna þegar Luke Wilson kemur heim til kærustu sinnar (Juliette Lewis) aðeins örfáum mínútum áður en kynsvall byrjar... sem hann veit ekki enn af! Og hitt er þegar skólabræðralagið er stofnað þar sem þybbinn blökkumaður fær aldeilis á baukinn þegar smá ''óhapp'' verður. SNILLD! Þessi 2 atriði eru nánast bara ein og sér aðgangseyrisins virði, en þökk sé góðs skemmtanagildi þá mæli ég bara ágætlega með myndinni í heild sinni.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrstu viðbrögð mín við Old School voru að hér væri á ferðinni enn ein bull-gamanmyndin þar sem allur húmor gengi út líkamsvessa, greddu og hluti á svipuðu plani. Að einhverju leiti er þetta reyndar sanngjörn lýsing, en ólíkt mikið af svipuðum myndum sem hafa komið út undanfarið þá er þessi virkilega fyndin. Myndin fjallar um þrjá vini sem álpast út í það að stofna háskólabræðrafélag og þarf ekki að hafa mörg orð um uppákomurnar sem skapast við það. Aðalleikararnir þrír halda ágætlega uppi myndinni, Luke Wilson er þessi jarðbundna týpa, Vince Vaughn er nánast sama persóna og í Swingers og Will Ferrell, sem mér hefur aldrei þótt sérstaklega fyndinn, fer líka á kostum hér. Á tímum þar sem það er langt frá því sjálfgefið að gamanmyndir séu fyndnar er Old School velkomin viðbót við kvikmyndaflóruna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Old School er alveg óborganlega fyndin grínmynd þar sem þrír vinir fara gjörsamlega fram úr sjálfum sér við að endurlifa háskólaárin en þó án allra leiðindanna eins og að vera í skóla.

Will Ferell fer á kostum við að endurupplifunina og er eingu líkara en að hann sé í raun og veru að endurlifa eitthvað sjálfur, karakterinn sem hann fær í myndinni alveg fram úr hófi klikkaður með áfengi og gerir hann það vel þess virði að sjá myndina. Myndin fjallar um þrjá vini sem komast í þær aðstæður að einn þeirra flytur inn á skólasvæði og þá uppgötvar annar að þessu fylgi allskonar kostir eins og sætar stelpur og mikið brennivín. Hinsvegar fara málin auðvitað úr böndunum og félagarnir þurfa að glíma við gamlan, frekar leiðinlegan kunningja, sem er því miður orðinn skólastjórinn á svæðinu.

Það er óhætt að mæla með myndinni því hún er alveg sprenghlæileg, hæfilega heimskuleg og Will Farrell er í ham.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn