Jerry Bruckheimer er einn af þeim framleiðendum í Hollywood sem sendir frá sér svokallaða sumarsmelli. Hann er maðurinn á bak við myndir eins og Top Gun, Armageddon, Pearl Harbor og fl. Kangaroo Jack er ein af þeim myndum sem Bruckheimer framleiðir. Hún fjallar um tvo vini sem lenda í því að misstíga sig illilega í sendiför fyrir mafíuósa og eru því sendir í refsingarskyni til Ástralíu til að afhenda pakka. Þeir leigja sér bíl og halda út í óbyggðir Ástralíu þar sem þeir keyra á kengúru og einhverra hluta vegna klæða þeir hana í jakkann af öðrum. Hún rankar við sér og skoppar í burtu, með peningana. Upphefst nú mikill eltingarleikur. Myndin er afskaplega þreytandi og fyrirsjáanleg. Brandararnir þunnir og ofnotaðir. Klisja ofan á klisju einkennir þessa mynd og ég var sí og æ að bíða eftir að hún var búin. Þetta var eins og of langur sjónvarpsþáttur með prumpbröndurum. Myndin er ein af þessum myndum sem maður sér eftir að hafa farið á, eitt tíma og peningum í svona vitleysu. Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei