Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Coyote Ugly 2000

Frumsýnd: 25. ágúst 2000

The Boss. The Law. The Dreamer. The Flame. The Heartbreaker. The Girls of Coyote Ugly.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 23% Critics
The Movies database einkunn 27
/100

Þegar hin unga Violet lætur loksins draum sinn rætast og flytur til New York til að verða lagahöfundur, þá þekkir hún stórborgina afar lítið. Hún reynir að fá einhvern hljómplötuframleiðanda til að hlusta á prufuupptöku með lögum sínum, en ekkert gengur. Auk þess er brotist inn í íbúð hennar, og öllu stolið steini léttara. En fyrir tilviljun fer... Lesa meira

Þegar hin unga Violet lætur loksins draum sinn rætast og flytur til New York til að verða lagahöfundur, þá þekkir hún stórborgina afar lítið. Hún reynir að fá einhvern hljómplötuframleiðanda til að hlusta á prufuupptöku með lögum sínum, en ekkert gengur. Auk þess er brotist inn í íbúð hennar, og öllu stolið steini léttara. En fyrir tilviljun fer hún á næturklúbbinn Coyote Ugly, þar sem aðeins fallegar stúlkur fá tækifæri, en þær eiga að nota kvenlegt aðdráttarafl sitt til að kveikja í mannskapnum. Violet fær vinnu þarna og byrjar að læra á borgina. Eftir að hún lendir í vandræðum vegna misskilnings, þá hjálpar vinur hennar Kevin henni við að losna við sviðsskrekk, þannig að hún geti flutt sjálf eigin tónlist. Faðir Violet, Bill, er ekki hrifinn af nýju vinnunni hennar, né er hann hrifinn af því að hún hafi flutt að heiman, en þetta er allt hluti af því að verða fullorðinn. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Violet Sanford er ung stúlka frá Jersey sem flytur til New York til að láta gefa út lög eftir sig. En allt gengur á afturfótunum. Hún fer til alskonar útgáfufyrirtækja og kemst loksins að því að hún þarf fyrst að byrja á næturklúbbum og syngja lögin sín sjálf. Þá þarf hún að sigrast á þeim hræðinlega sviðskrekk sem hún er haldin. Og ekki er betra þegar hún kemur heim til sín einn daginn og sér að það er búið að brjótast inn og ræna sparifénu sem vinkona hennar lét hana fá. Þá þarf hún að leita sér að vinnu. Hún fréttir að það er laust starf hjá bar sem heitir Coyote ugly og eins og flestir vita þá verður dansað á borðum og fleira. Þrjár stjörnur frá mér fyrir skemmtileg dansatriði og frábæra tónlist. En ekki alveg nógu góður leikur í henni. Annars mjög fín mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Coyote Ugly er vel þess virði að horfa á hana, ég varð nú samt fyrir vonbrigðum með hana þar sem ég bjóst við aðeins meiri action, fleirri baratriðum og svoleiðis en í staðin kom einhver rómantík og væmni sem dró hana heldur niður.

Jerry Bruckheimer bregst manni nú samt ekki frekar en fyrri daginn og maður verður nú að vera opinn fyrir smá væmni í bíói líka.

Myndin fjallar um Violet sem flytur til New York til að slá í gegn sem lagasmiður, hún lendir í því að verða rænd og engin vill hlusta á lögin hennar. Violet grípur til sinna ráða og fer að vinna á bar, Coyote Ugly, en þar fer hún að fá alvöru tekjurog gleymir tónlistabransanum, hún kynnist strák og eitt leiðir af öðru væmnin gerir vart við sig en samt heldur myndin manni við efnið.

Ágætis afþreying.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Coyote Ugly er vel þess virði að horfa á hana, ég varð nú samt fyrir vonbrigðum með hana þar sem ég bjóst við aðeins meiri action, fleirri baratriðum og svoleiðis en í staðin kom einhver rómantík og væmni sem dró hana heldur niður.

Jerry Bruckheimer bregst manni nú samt ekki frekar en fyrri daginn og maður verður nú að vera opinn fyrir smá væmni í bíói líka.

Myndin fjallar um Violet sem flytur til New York til að slá í gegn sem lagasmiður, hún lendir í því að verða rænd og engin vill hlusta á lögin hennar. Violet grípur til sinna ráða og fer að vinna á bar, Coyote Ugly, en þar fer hún að fá alvöru tekjurog gleymir tónlistabransanum, hún kynnist strák og eitt leiðir af öðru væmnin gerir vart við sig en samt heldur myndin manni við efnið.

Ágætis afþreying enda keypti ég mér hana til að eiga.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein sú allra, allra versta mynd sem ég hef séð. Hún er það léleg að þótt píurnar séu flottar verða þær bara asnalegar, þannig að maður nýtur þess varla að horfa á þær. Allgert sorp. Og það sem mér fannst verst var að einn af mínum uppáhaldsleikurum, John Goodman, hafi leikið í þessari mynd. Sorglegt fyrir jafn snjallann leikara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg sprelligóð mynd sem í rauninni fjallar um á margvíslegan hátt um líf einnar stúlka og raunir hennar í raunveruleikanum. Alveg frábærir leikarar í þessari mynd ásamt því að hafa góðan handrithöfund sem sannaði skapar skemmtistemmningu hvar sem hann stígur niður fæti - (já, eða Penna :). Sjálfsögðu má margt fara betur eins og ávallt er, enda ef engin væru mistökin þá gætum við ekki lært af þeim..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn