Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Áhugaverð tragedía
Dangerous Liasons byggð á bók frá 18. öld er rómantísk spillingar tragedía sem gerist í Frakklandi.
Hún segir frá tveimur vinum, Merteuil og Valmont, fyrrum ástmönnum sem leiðist mjög hversdagslífið og finnst gaman að spilla lífi annarra. Glenn Close leikur Merteuil og John Malkovich Valmont sem ákveða að spilla ungum og saklausum konum sér til skemmtunar. Þau gera samning sín á milli, ef Malkovich tekst að spilla tveimur ungum stelpum mun hana eignast Glenn Close í amk eina nótt. En planið fer ekki alveg eins og í sögu...
Hljómar þetta kunnuglega?
Já, það er afþví að hin vinsæla Cruel Intentions frá 1999 er byggð á þessari sögu. Persónulega finnst mér Cruel Intentions skemmtileg mynd og hafði því mikinn áhuga á að sjá upprunalegu söguna á skjánum.
Dangerous Liaisons er góð mynd í sínum flokki. Fáum myndum sem eiga að gerast fyrir nokkrum öldum tekst að haldast nútímalegar og ferskar. Söguþráðurinn heldur áhorfandanum svo sannarlega vakandi. Sagan er svipuð Cruel Intentions en þó aðeins öðruvísi, meira gamaldags og er vel þess virði að sjá þær báðar og bera þær saman.
John Malkovich og Glenn Close eru eins og fædd í hlutverk sín enda er Glenn Close þekkt sem frábært illmenni.
Myndin er ekki á fornensku og er því söguþráðurinn vel skiljanlegur.
Skemmtilegt áhorf, skotheldir klassískir leikarar og nýjir einnig (held þetta hafi verið með fyrstu myndum Umu Thurman hún er bara 18 ára í henni). Mæli með henni fyrir aðdáendum Cruel Intentions.
Dangerous Liasons byggð á bók frá 18. öld er rómantísk spillingar tragedía sem gerist í Frakklandi.
Hún segir frá tveimur vinum, Merteuil og Valmont, fyrrum ástmönnum sem leiðist mjög hversdagslífið og finnst gaman að spilla lífi annarra. Glenn Close leikur Merteuil og John Malkovich Valmont sem ákveða að spilla ungum og saklausum konum sér til skemmtunar. Þau gera samning sín á milli, ef Malkovich tekst að spilla tveimur ungum stelpum mun hana eignast Glenn Close í amk eina nótt. En planið fer ekki alveg eins og í sögu...
Hljómar þetta kunnuglega?
Já, það er afþví að hin vinsæla Cruel Intentions frá 1999 er byggð á þessari sögu. Persónulega finnst mér Cruel Intentions skemmtileg mynd og hafði því mikinn áhuga á að sjá upprunalegu söguna á skjánum.
Dangerous Liaisons er góð mynd í sínum flokki. Fáum myndum sem eiga að gerast fyrir nokkrum öldum tekst að haldast nútímalegar og ferskar. Söguþráðurinn heldur áhorfandanum svo sannarlega vakandi. Sagan er svipuð Cruel Intentions en þó aðeins öðruvísi, meira gamaldags og er vel þess virði að sjá þær báðar og bera þær saman.
John Malkovich og Glenn Close eru eins og fædd í hlutverk sín enda er Glenn Close þekkt sem frábært illmenni.
Myndin er ekki á fornensku og er því söguþráðurinn vel skiljanlegur.
Skemmtilegt áhorf, skotheldir klassískir leikarar og nýjir einnig (held þetta hafi verið með fyrstu myndum Umu Thurman hún er bara 18 ára í henni). Mæli með henni fyrir aðdáendum Cruel Intentions.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Home Video
Aldur USA:
R