Náðu í appið

Spider 2002

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. apríl 2003

The only thing worse than losing your mind... is finding it again.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 83
/100

Dennis Clegg er á fertugsaldri og býr húsi fyrir geðsjúka í London. Dennis, sem fékk viðurnefnið "Köngulóin" hjá móður sinni, hefur verið á stofnun með geðklofa í 20 ár. Hann hefur aldrei náð sér nógu vel, en eftir því sem sagan þróast, þá verðum við vitni að sífellt brothættari tökum hans á raunveruleikanum.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


David Cronenberg (The Fly, Friday the 13'th)kemur hér með magnaða mynd sem skilur mikið eftir sig. Myndin fjallar um mann (snilldarlega leikinn af Ralph Fiennes)sem er nýkominn af geðveikrarhæli og flytur í athvarf fyrir geðfatlaða í London. Hann á erfitt með að sætta sig við atburð sem hann varð vitni af í æsku. Hann sá móður sína myrta. Móðir hans kallaði hann Spider vegna þess hversu flinkur hann var í höndunum. Faðir hans (vel leikinn af Gabriel Byrne) var ekki góður við hann og Spider óttaðist hann. Móðir hans var sú eina sem hann gat treyst. Hann fer á æskuslóðirnar og rifjar upp æsku sína. Myndin er mögnuð á að horfa. Leikararnir eru hverjum öðrum betri og margar spurningar vakna við að horfa á þessa mynd. Handritið er skothelt og Cronenberg blandar frábærlega saman fortíð og nútíð. Ralph Fiennes (Red Dragon, Schindler's List) er í burðarhlutverki og sínir það og sannar eina ferðina enn hversu magnaður leikari hann er. Spider er mynd fyrir vandláta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn