Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Lífsförunautar til skiptanna
Það mælir ekkert gegn því að skipt sé um lífsförunaut á eins og átta ára fresti segir ein persónan í þýsku dramamyndinni Halbe Treppe (sem af einhverjum furðulegum ástæðum er auglýst undir enska titlinum Grill Point). Á þeim tímapunkti í myndinni hefur komist upp um framhjáhald í vinahópnum og ramba tvö hjónabönd því á barmi skilnaðar meðan leikendur gera upp við sig hvernig þeir bregðast við atburðum, hvort það verði aftur snúið eður ei.
Það hefur verið látið mikið með þessa ágætu mynd, jafnvel of mikið. Sumu stendur hún undir, öðru ekki. Halbe Treppe er fínasta dramamynd þar sem skiptast á sorgleg atriði og sprenghlægileg og slatti þar á milli, á einstaka kafla verður hún jafnvel langdregin. Persónurnar eru brjóstumkennanlegar í dáðleysi sínu og útbrunnu samlífi sem virðist þó á tímabili geta ræst úr hjá tveimur þeirra. Myndin er hrá, köld og virkar löngum ágætlega á áhorfandann.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
10. janúar 2003
VHS:
27. mars 2003