Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Insomnia 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. október 2002

Days never end. Nightmares are real. No one is innocent.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Rannsóknarlögreglumaður, sem er sendur úr borginni til að rannsaka morð á unglingsstúlku í litlum bæ í Alaska, skýtur fyrir slysni félaga sinn þegar þeir eru að reyna að handtaka grunaðan. Í staðinn fyrir að játa sekt sína, þá fær hann óvænta fjarvistarsönnun, en þessi "lausn" gerir ekkert annað en að flækja tilfinningaflækjurnar og sektarkenndina... Lesa meira

Rannsóknarlögreglumaður, sem er sendur úr borginni til að rannsaka morð á unglingsstúlku í litlum bæ í Alaska, skýtur fyrir slysni félaga sinn þegar þeir eru að reyna að handtaka grunaðan. Í staðinn fyrir að játa sekt sína, þá fær hann óvænta fjarvistarsönnun, en þessi "lausn" gerir ekkert annað en að flækja tilfinningaflækjurnar og sektarkenndina yfir dauða félagans. Hann þarf enn að rannsaka morðið, auk þess sem fjárkúgun og sök sem sett er á saklausan borgara kemur við sögu. Á staðnum er einnig lögregla bæjarins sem er með eigin rannsókn í gangi ... á dauða félagans. Mun þetta allt enda með ósköpum?... minna

Aðalleikarar


Insomnia er meistaraverk. Það er varla sá dagur að Christopher Nolan geri feilspor hvað varðar kvikmyndagerð, og ekki breyttist það hér. Insomnia er virkilega hröð spennumynd með frábærri persónusköpun. Al Pacino er frábær í hlutverki Will Dormer, og lagði verulega mikið á sig til að ná trúverðugleikanum í karakter sínum. Svo kemur Robin Williams verulega á óvart í hlutverki sínu sem Walter Finch, og sýnir hér glænýja hlið á sér og er flottur í hlutverki skúrksins. Frábær mynd. Og nú bíður maður í mikilli eftirvæntingu eftir næsta meistaraverki hans, sem er The Prestige.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ansi skemmtileg mynd og flestir leikarnir komu vel frá hlutverkum sínum. Annars fannst mér Al Pacino ekki sína sinn sterkasta hlið á sínum magnaða leikferli. Robin Williams..skrítið að sjá hann í þessu hlutverki..svo alvarlegan og vondan. Hilary Swank sýnir að hún er góð leikona að mínu mati. En myndin var ekki beint fyrir mig...þó að ég horfði á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Drullugóð mynd hvar Al Pacino fer á kostum sem lögreglumaður sem rannsakar morð í Alaska. Will Dormer heitir okkar maður og þjáist af svefnleysi og ekki bætir hin eilífa dagsbirta á þessu svæði á þessum tíma árs úr skák. Robin Williams leikur morðingjann og er ekkert síðri heldur en Pacino. Þetta er önnur myndin þar sem Williams leikur vonda kallinn(hin er One hour photo sem er líka góð)og verð ég að segja að ég kann miklu betur við hann svona heldur en í gamanhlutverkum vegna þess að mér finnst hann passa miklu betur sem illmenni. Hann bara ER illmenni. Hilary Swank stendur sig líka þokkalega þó að hlutverk hennar sé ekkert mjög áberandi. Christopher Nolan nýtur sín í leikstjórastólnum og þó að Insomnia sé alls ekki fullkomin eða frábær mynd hef ég samt gaman af henni einstaka sinnum og splæsi á hana þremur stjörnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að Insomnia kom mér verulega á óvart. Þegar ég fór á hana í bíó bjóst ég við leiðinlegri dramatískri mynd,

en hún átti sko eftir að sanna annað. Þekktur lögreglumaður (Al Pacino) frá Los Angeles er sendur til krummaskuðs í Alaska til að rannsaka morðmál á ungri stúlku. Honum til halds og trausts er samstarfsfélagi hans frá LA og ung lögrglukona sem leikinn er af Hillary Swank. Málin eiga síðan eftir að flækjast allverulega og er þetta síðan orðinn æsispennandui eltingar- leikur við morðingjann. Einnig má þess geta að leikarinn góðkunni Robin Williams leikur eitt af aðalhlutverkunum.

Semsagt gulltryggð skemmtun fyrir alla kvikmyndaunnendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd. Virkilega góð. Fer sínar eigin leiðir. Góðir leikarar og allir standa sig vel. Robin Williams er perla í sínu og Pacino er svo þreyttur í myndinni að ég varð syfjaður með honum þó myndin væri spennandi. A must see.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn