Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég ákvað að kíkja á þessa mynd, þegar hún var sýnd í sjónvarpi, því það vakti athygli mína að sonur minn 9 ára, vildi aðspurður ekki horfa á hana. Hann hefur hingað til alltaf viljað horfa á íslenskar fjölskyldu og barnamyndir. Nei, honum fannst hún leiðinleg, þegar hann sá hana í bíó. Ég verð því miður að segja að ég skil hann vel. Það er ekki hægt að setja út á leik (miðað við aðrar íslenskar barnamyndir) eða sviðsetningu sem er ákaflega litrík. Það sem dregur hana helst niður er tónlistin, sem er, svo í vitni í son minn, leiðinleg. Tilbreytingarlaus. Það er slæmt í dans og söngvamynd. Myndin gæti verið með betri klippingu og betri tökum á dansatriðum. En e.t.v segir það manni að það var sérstök list í gömlu dans og söngvamyndunum að kvikmynda slík atriði svo vel fari. Það er á líklega á fárra færi í dag. Varðandi söguþráð, þá er dálitið erfitt að fyrir þessa mynd að keppa við aðrar íslenskar barnamyndir, sem yfirleitt eru unnar úr framúrskarandi barnabókum. Ég held að hann sé síst verri en gengur og gerist í hinum stóra heimi.
Mjög skemmtileg mynd sérstaklega fyrir blessuð börnin.Krakkarnir standa sig framúrskarandi vel.Flestir leikarar standa sig vel hérna.Baltasar er mjög sannfærandi sem vondi kallinn.Mæli með þessari mynd fyrir alla fjölskylduna.
Hæ hæ
Það er ótrúlega langt síðan ég sá þessa mynd og fannst mér hún alveg ágæt. Mér fannst hún nefnilega ekkert ótrúlega skemmtileg eða ótrúlega leiðinleg bara mitt á milli. Þessi mynd fjallar um Regínu. Hana langar ekki smá mikið að fara í sumarbúðirnar Regnbogaland þar sem maður getur borðað súkkulaði í morgunmat og margt sem hana langar að gera. Hún er þessvegna staðráðin í að fara í Regnbogaland en mamma hennar leifir henni það ekki. Mamma hennar vinnur á aldraða heimili þar sem þjófar eru á ferð og reina að gera allt til að ná hálsmeni sem einn maðurinn gaf konunni sinni en nú er hún farinn til himna og hann er með það hjá sér. En maðurinn sem á búðina rétt hjá Regínu og mömmu hennar á son og Regína og hann verða góðir vinir. Regína segir honum svo frá Regnbogalandi og fer honum að langa líka að fara með en hann þarf að vina í búðinni hjá pabba sínum í sumar þannig hann veit ekki hvort hann geti farið með. En pabbi hans leifir honum það ekki. En þá ákveða krakkarnir að láta pabba hans og mömmu saman og maður verður bara að fara á myndina til að komast að því, því ég vil ekki vera að segja allt. En þjófarnir nást og allt verður fínt en náttulega gerist margt fleira því ekki eru myndir svona stuttar.Þessi mynd fjallar samt í stuttu máli um stelpu sem býr yfir þeim hæfileikum að geta stjórnað fólki með söng sínum. Þeir sem hafa gaman að söngleikjum og íslenskum myndum ættu að kíkja á hana.
Kær kveðja Halla
Myndin fjallar um Regínu sem ásamt vini sínum er mjög óánægð yfir að fá ekki að fara í sumarbúðirnar Regnbogaland en uppgötvar svo að hún geti fengið nánast hvað sem er með því að syngja. Svo reynir hún og vinur hennar næstum því allt til þess að koma pabba hans og mömmu hennar saman, með misjöfnum árangri, ásamt því að fást við gimsteinaþjóf.
Þessari mynd get ég alls ekki gefið meira en eina stjörnu. Mér leiddist svo hrikalega á henni að ég var farin að horfa á veggina í bíóinu og pæla í löguninni á poppinu sem ég var að borða, og það hefur aldrei gerst áður, trúið mér. Lögin voru ekkert sérstök heldur, melodíurnar hver annarri líkar, engin fjölbreytni. Í rauninni var ekkert þarna sem fangaði athygli mína. Og mér finnst dansarnir heldur ekki nógu eðlilegir. Söguþráðurinn er svosem í lagi, en mér fannst leikararnir standa sig vel og það er eiginlega bara út á það sem myndin fær þessa einu stjörnu frá mér.
Það er sungið og dansað bókstaflega í þessari mynd! Hana Regínu langar svo að fara í sumarbúðirnar Regnbogaland og hún og vinur hennar eru að reyna að láta foreldra sína verða ástfangna og það bætir ekki úr skák að gimsteinaþjófur gengur laus í bænum! Þetta er stórskemmtileg mynd og allir koma úr bíóinu með bros á vör! Myndin er líka mjög fyndin t.d. Stefán Karl sem leikur eina lögguna! Ég mæli með að ÞÚ ættir að kíkja á þessa frábæru íslensku mynd!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Productions La Fete, Íslenska kvikmyndasamsteypan
Frumsýnd á Íslandi:
4. janúar 2002
VHS:
12. september 2002