Náðu í appið
Öllum leyfð

Orange County 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. október 2002

It's not just a place. It's a state of mind.

82 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Shaun Brumder er brimbrettastrákur frá Orange County sem dreymir um að fara í Stanford háskólann til að verða rithöfundur og sleppa í leiðinni frá óreiðukenndri fjölskyldu sinni. En Shaun lendir í endalausum vandræðum, sem hefjast þegar umsókn hans er hafnað, þegar ráðgjafi hans sendir inn vitlausa umsókn fyrir hann. Shaun þarf því að leggja mikið á... Lesa meira

Shaun Brumder er brimbrettastrákur frá Orange County sem dreymir um að fara í Stanford háskólann til að verða rithöfundur og sleppa í leiðinni frá óreiðukenndri fjölskyldu sinni. En Shaun lendir í endalausum vandræðum, sem hefjast þegar umsókn hans er hafnað, þegar ráðgjafi hans sendir inn vitlausa umsókn fyrir hann. Shaun þarf því að leggja mikið á sig og fær litla hjálp frá kærustu sinni Ashley, né heldur frá dóphausnum bróður sínum, Lance. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Orange Count er eitt af bestu gamanmyndum sem ég hef séð! Colin Hanks leikur háskólanema sem langar að verða rithöfundur. Honum gengur ótrúlega vel í skóla og stefnir í að fara í Harward. En það kemur villa í einkununum og þá kemst hann ekki í Harward. Jack Black leikur bróðir hans og dópista sem kemur honum oft til skammar í myndinni. En hann og bróðir hanns ætla að reyna að leiðrétta þessa villu og lenda í miklu fyndnu í því! Myndin mætti vera miklu lengri en hún er mjög fyndin og vel leikinn og kemst örugglega í topp tíu bestu myndir sem ég hef séð og tónlistin vel valin (MTV framleiddi nú myndina!) en það eru lög eins og Stick em' up með íslensku hljómsveitinni Quarashi. Þetta er himnaríki fyrir þá sem hafa gaman af grínmyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

O.C. kemur á óvart, enda bjóst ég við litlu í fyrstu. Myndin lítur út fyrir að vera mjög yfirborðskennd og er það að mörgu leyti. Umhverfið í myndinni er mjög einsleitt, úthverfi fyrir ríka og ekki síst hvíta fólkið. Myndin byggir líka á þeirri þekktu formúlu um ungan (hæfileikan) mann sem dreymir um að geta gert eitthvað merkilegt við líf sitt (í þessu tilviki um að geta gerst rithöfundur) en allt virðist standa í vegi fyrir honum.


Hér um að ræða ágætis (yfirborðskennda) afþreyingamynd með boðskap (sem mér þykir heldur ekki frumleg).Það sem heldur myndinni á lífi er þessi hraði atburðarás gerist í lífi aðalpersónunnar á einum degi. Ekki síst voru óvæntu atburðirnir sem myndina glæða lífi. Persónurnar eru oftar en ekki stórlega ýktar, gjarnan í takt við aðrar teen-myndir samtímans sem og húmorinn, en hugmyndafræðin bak við þessari mynd er mun háleitari.


O.C. er engin tímamótaverk í kvikmyndageiranum en engu að síður fyrirtaks afþreying, því manni líður vel og maður er jákvæður eftir myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skemmti mér alveg konunglega yfir Orange county. Hún fellur ekki í þann fúla pytt eins og margar aðrar gamanmyndir að byrja vel en snúast síðan út í formúlukennt rugl heldur helst hún fersk og skemmtileg allan tímann. Ef gamanmynd skyldi kalla, hún er eiginlega frekar melódrama með gamansömu ívafi. Leikararnir standa sig allir mjög vel, Colin Hanks er augljóslega sonur Tom Hanks og alltaf er jafn gaman af Jack Black. Ég splæsi á Orange county þremur stjörnum og drífið ykkur út á leigu og náið í hana.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Orange County er með skárri unglingamyndum, þeim geira sem gefur af sér hvað fæstar góðar myndir. Það þýðir samt ekki að hún sé mikið yfir meðallagi, en þó eru ákveðnir hlutir sem lyfta henni upp. Jack Black er einn af þeim, og sýnir enn og aftur hvers vegna hann er á mikilli uppleið í Hollywood. Hann hefur mikla útgeislun og geislar af lífsgleði. Hann er bara einstaklega skemmtilegur persónuleiki og lyftir upp öllum þeim myndum sem hann er í. Einnig kemur vel á óvart hvað sonur Tom Hanks, Colin Hanks, er fínn í myndinni. Hann er alveg hreint prýðilegur, og mun betri en ég átti von á. Í þriðja lagi má nefna alla hina frábæru leikara sem birtast í minni hlutverkum í myndinni. John Lithgow, Chevy Chase, Kevin Kline og fleiri gefa myndinni betra yfirbragð. Það bjargar hins vegar ekki þeirri staðreynd að söguþráðurinn fer algjörlega eftir formúlunni og ekkert er reynt að gera neitt nýtt. Þess vegna, þrátt fyrir allt, finnst manni eins og maður hafi séð þessa mynd oft áður. Og það er stærsti gallinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Úff. Þessi mynd, ó þessi mynd.

Ég skrapp á hana einhvern sunnudaginn og var alveg mátulega bjartsýn, enda grunaði mig að þarna væri um að ræða unglingaklisju í anda amerísku unglingamyndanna sem hafa tröllriðið vesalings heiminum undanfarin ár. Ég hafði því miður rétt fyrir mér. Þó kom það mér á óvart hve mikið var vikið frá formúlusöguþræði fyrrnefnds bíómyndaviðbjóðs (...og nördinn fékk sætu gelluna eða öfugt) þar sem myndin gekk út á það að aðalsöguhetjan var að reyna að komast inn í Stanford University.

Ein meginástæðan fyrir því að ég lét mig hafa það að fara á myndina var sú að ég bjóst við því að ef hún yrði alveg hörmuleg, þ.e. illa skrifuð, slitinn húmor osfrv. þá gæti snillingurinn Jack Black haldið henni uppi. En enn og aftur, vonbrigði með það.

Nammið sem ég át með myndinni er það eina jákvæða sem ég get tengt þessari lífsreynslu.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.11.2010

Pride & Prejudice & Zombies fær leikstjóra

Á tímabili virtist maður ekki getað þverfótað fyrir vampírumyndum, en næsta hrollvekjuæði er handan við hornið og virðast uppvakningar ætla að koma sterkt inn á næsta ári. Kvikmyndin Pride and Prejudice and Zomb...

12.11.2012

Boba Fett til bjargar

Gamlir Star Wars leikarar dúkka nú upp í fréttum nær daglega eftir að fréttir bárust af kaupum Disney á Lucasfilm, og tilkynningu um gerð þriggja nýrra Star Wars mynda. Nú um helgina komst leikarinn sem lék Boba Fett í Star...

16.11.2010

Pride & Prejudice & Zombies fær leikstjóra

Á tímabili virtist maður ekki getað þverfótað fyrir vampírumyndum, en næsta hrollvekjuæði er handan við hornið og virðast uppvakningar ætla að koma sterkt inn á næsta ári. Kvikmyndin Pride and Prejudice and Zomb...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn