Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jeepers Creepers 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. nóvember 2001

Fear takes a road trip. / They were alone in the middle of nowhere. It's watching. It's waiting. It's hungry.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Þegar þær Darry og Patricia Jenner eru á leiðinni heim úr vetrarfríi, þá sjá þær dularfulla persónu losa sig við eitthvað niður um göng. Þær ákveða að reyna að sjá hvað það var sem hent var niður um göngin, og þær komast að því að búið er að henda þangað niður fjölda líka sem búið er að eiga við. Darry og Patricia fara að leita að... Lesa meira

Þegar þær Darry og Patricia Jenner eru á leiðinni heim úr vetrarfríi, þá sjá þær dularfulla persónu losa sig við eitthvað niður um göng. Þær ákveða að reyna að sjá hvað það var sem hent var niður um göngin, og þær komast að því að búið er að henda þangað niður fjölda líka sem búið er að eiga við. Darry og Patricia fara að leita að hjálp, án þess að vita að sá sem henti líkinu niður um göngin, veit nú hver þau eru. Darry og Patricia átta sig fljótlega á því að sá sem er að elta þau er ekki bara dularfull persóna, heldur eitthvað enn meira hrollvekjandi, og er með meira illt í hyggju en þau geta ímyndað sér.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Að mestu leyti er ég eiginlega sammála Þórður Davíð að þetta er ekki svo voðalega slæm mynd. Aðalgallin við þessa mynd eins og númer tvö þá er þetta voðalega langdreginn mynd en samt þetta nú bara fín afþreying sem er ágætt. Jeepers Creepers er leikstýrt og skrifuð af Victor Salva sem ég veit ekki hver er. Myndin er um að tvö systkyni ætla bara keyra í sveita óbyggðina og ætlar einhverstaðar(man ekki hvar) út í annars óbyggð. Bílinn bilast aðeins og þau ætla kíkja á hann aðeins á bílinn þá allt í einu kemur og eltir þau. eftir að hafa keyrt smá stund keyrir bílinn á þau(held það) og þau verða virkilega hrædd. Þau reyna flýja frá bílnum og keyra í bæ. Bílin er ennþá eftir þeim ætlar einfaldlega að kála þeim. Myndin er ekki það ógeðslegt nema í endanum(þeir sem sáu myndinna skilja mig vel) sem var spokey. Myndin er aðeins slakari þar sem maður bjóst með hörkuhryllings mynd en samt er þetta bara svona ágætis afþreying. Myndin átti að reyna vera eitthvað scary með að láta sjást dauð lík og skelfilegt skrímsli,það dóu örfáar manneskjur í myndinni. Mynd sem átti greinilega að slá í gegn enn það mistókst eitthvað og myndin er eins og ég sagði þá er þetta ágætis mynd. Niðustaðan mín á þessa mynd er að hún hefði mátt vera meiri hryllings atriði í henni. Þessi mynd er án efa fyrir þá sem fíla hrollvekju. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skil ekki hvað allir eru að segja að þessi mynd sé léleg. Fyrsta hrollvekja sem ég sá fyrir utan Army Of Darkness. Tvö systkini fara í sveitina en sjá einhvern gaur vera henda einhverju on í rör. Þau fara þarna líka og sjá að þarna eru mörg þúsund lík. Svo finna þau sig í martröð og einhvert vængjað skrímsli sem ætlar að borða þau. Þetta er góð mynd alla veganna finnst mér það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Handrtið er ekki nógu gott en samt fínasta ræma, ágætir leikarar os. frv. Tvö systkini fara út í sveit og lenda í miklum hremmingum þegar þau þurfa alltaf að sleppa frá dularfullum morðingja. Fyrst sjá þau einhvern vera að henda einhverju ofan í rör og fara þangað niður og sjá að það er fullt af líkum niðri í rörinu. Svo eitthvað að ef þau heyra lag í útvarpinu (Jeepers Creepers) lenda þau í vandræðum. Ekki nógu gott handrit eins og ég sagði áðan en samt ágæt mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já Jeepers Creepers maður...hhmmm ég sá trailerinn á sínum tíma og ég varð mjög spenntur, þetta leit allt saman mjög vel út, yfirgefin kirkja, kjallari og fullt af líkum... virkaði alveg þokkalega scaryog var alveg kúl hugmynd... en nei nei því verr og miður hefur eflaust einhver hleypt einhverri ímyndunarveikri gelgju sem að hefur væntanlega verið dóttir leikstjórans eða eitthvað í þá áttina og leyft henni að spreyta sig á þessu og sjá hvað kæmi út úr því, og já niðurstaðan var alveg 100% óköttaður viðbjóður... en ég fór á þessa mynd í bíó og ég verð samt að viðurkenna það að ég var alveg skíthræddur fyrsta korterið eða svo, en svo fór þetta bara niður á við, það var ekki fyrr en eftir hlé að ég virkilega gerði mér grein fyrir því hvað ég var að fara á og örlítið eftir það var ég farin að líta á klukkuna og gera skutlu úr popppokanum... já það sem að kemur mér alveg langmest á óvart er það að jafnvel þó að þessi mynd hafi vægast sagt verið tekin í óæðri endann af öllum gagnrýnendum um allan heim, þá ætla þeir samt að koma með framhald... alveg magnað, en ég mun mjög líklega bíða eftir því að hún komi á video ef að hún er eitthvað svipuð og þessi..... takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ömurleg hryllingsmynd leikstjórinn er bara að reyna

að búa til hryllingsmynd með því að nota blóð og líkamshluta.

Ég mæli með því að FORÐAST þessa mynd ef þú sérð hana á leigunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn