Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Fast and the Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekki sagt að myndin hafi verið eins og ég bjóst við en samt alveg sæmileg mynd. Hún er vel leikin og söguþráðurinn er fínn. En ekki búast við eintómum eltingaleik eða bara bílum út alla myndina. Þetta er EKKI Gone in 60 seconds. Það er meiri söguþráður í þessari. Það eru flott stunt atriði í henni og flottir bílar, og auðvitað flott kvenfólk. Mynd sem þú átt að sjá í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cool World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd fyrir löngu síðan og hún er að sleppa úr minninu mínu en ég get samt sagt að hún er dálítið freaky en samt skemmtileg. Brad Pitt er æðislegur þarna og að sjá hann svona ungan er fyndið!!! Þetta er svona blanda af teiknimynd og alvöru mynd líkt og gert var með Who framed Roger Rabbit. Hún fjallar aðalega um Dolly, minnir að hún hét það, sem er teiknimynda persóna sem vill verða alvöru kona. Kim Basinger ef minnið skeikar ekki. Ég get ekki beint sagt að hún sé góð ekki fyrr en ég sé hana aftur en ef þú ert að leita þér að chill mynd þá mæli ég með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei