Aðalleikarar
Leikstjórn
Kiss of the dragon er fruntu góð mynd, virkilega brútal slagsmálamynd og ekki fyrir þá sem hafa óbeit af grófu ofbeldi.
Liu Juan (Jet li) er opinber fulltrúi kínverskra yfirvalda sendur til Parísar til þess að hjálpa frönsku lögreglunni. Við aðstoðina lendir hann hinsvegar röngu megin við línuna í samsæri og verður hann að fara huldu höfði og má hafa sig allan við til þess að halda lífi.
Kínverska lögreglan er kölluð til, til þess að aðstoða við að finna Liu en það gengur hálf illa þar sem að Kínverjarnir trúa ekki sekt hans, Liu hefur einu sönnunargögnin og það veit lögregluforinginn spillti sem gerir allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að þau verði opinberuð kínverjunum.
Kiss Of The Dragon er allveg hrein snilld með Jet Li og Briget Fonda í aðalhlútverkum missið ekki af þessari frábæru mynd.
Þótt þessi mynd sé ekkert voðalega djúp er hún fínasta afþreying. Inniheldur góðar bardagasenur sem eru mjög flottar. Svalast er þó atriðið með snókerkúluna. Leikurinn er ekki mikið til að hrópa húrra fyrir. Fín mynd að sjá einu sinni. Ekki mikið meira en það.
Mjög góð ofbeldismynd þar sem Jet Li sýnir allt sitt besta. Myndin er spennandi frá upphafi til enda. Umhverfið, París, er skemmtileg tilbreyting og að vanda klikka ekki myndir sem Luc Besson hefur komið nálægt. Jet Li skilar þessu verki af sér mun betur en í Romeo Must Die, þó hann hafi ekki slegið slöku við í þeirri mynd, en hér er líka öllu alvarlegri mynd á ferðinni.
Ég bjóst ekki við miklu þegar ég fór á þessa mynd enda aldrei verið mikið fyrir bardagamyndir en þessi mynd kom bara virkilega á óvart og var bara hin besta skemmtun í alla staði en hún fjallar um kínverska löggu í París sem lendir í klónum á gjörspilltri franskri löggu og inn í þetta flækist ung bandarísk vændiskona ágætlega leikin af Bridget Fonda og með fullri virðingu fyrir Jackie Chan þá held ég að ég megi fullyrða að Jet Li sé besti bardagamaður síðan Bruce Lee heitinn var upp á sitt besta og ég mæli hiklaust með þessari fyrir þá sem vilja sjá flotta bardagsmynd, skotheldar 3 stjörnur!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Luc Besson, Jet Li, Robert Mark Kamen
Framleiðandi
20th Century Fox
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
10. ágúst 2001