Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er svona mynd sem hefur frekar markmið heldur en söguþráð. Hún fjallar um nokkrar klappsýrur sem ákveða að ræna banka vegna fjárhagserfiðleikra vinkonu sinnar. Hún er ólétt og leigir algert greni með kærastanum sínum sem einnig er vinsælasti strákurinn í skólanum. Þær skipuleggja ránið vel og vandlega en þurfa einnig að hafa fyrir því að setja upp sakleysis svipinn og gæta þess að enginn komi upp um þær. Ágætis skemmtun sem flestir ættu að hafa gaman af.
Þessi mynd fjallar eiginlega um klappstýrur sem eru voðalega samrýndar meira að segja fara þær á alveg sama tíma á túr en fyrirliðinn verður skotin í aðalfótboltastráknum og hann í henni frá upphafi. En eftir smá tíma gera þau doldið sem á eftir að breyta lífi þeirra, þau eiga von á barni og hvað eiga þau að gera þau eru ung, eiga engan pening og eru í námi en þá taka klappstýrurnar upp á einu, ræna banka í sérstökum búningum en sjáið hana þið verðið ef þið viljið vita meira.
Sugar and Spice er ein af þessum Klappststýrumyndum sem fyrirliðinn í klappstýruliðinu verður skotin í aðal fótboltastráknum.En þótt myndin byrji svona þá er hún ekki svona allan tímann því klappstýrunum vantar peninga,þær sejta ekki upp lítinn kökubasar og selja smákökur,Nei,heldur ræna þær banka.Ég skemmti mér ágætlega að horfa á þessa mynd,þótt hún væri ekkert endilega tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir besta leikinn.Að mínu mati fær Sugar og Spice 2 1/2 sjörnu því þótt söguþráðurinn sé fínn þá vantar aðeins í hann,ég veit ekki hvað en það á líka handritshöf.að vita.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
New Line Cinema
Kostaði
$11.000.000
Tekjur
$13.276.953
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
6. apríl 2001
VHS:
19. júní 2001