Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er algjör snilld. Ég og Tinni leigðum hana örugglega fimm sinnum sem krakkar. Hún hefur elst illa á köflum en ég gat samt hlegið mikið af henni. Myndin gerir grín af gömlu gangster myndunum, t.d. James Cagney myndunum. Michael Keaton leikur Johnny og segir söguna af því hvernig hann fór frá því að vera heiðarlegur í það að verða gangster og svo aftur heiðarlegur. Það er fullt af fyndnum aukapersónum og silly bröndurum. Ég mæli með þessi fyrir þá sem vilja smá pottþétta nostalgíu.
Hreint ljómandi fyndin ræma um Johnny, sem er stálheiðarlegur ungur maður. Hann neyðist til að fara út í glæpi til að borga fyrir sífelldar mjaðmaliðs- og brjósklosaðgerðir stórskrýtinnar mömmu sinnar, sem hann elskar meira en lífið sjálft.
Hann, sökum snilli sinnar, verður fljótt einn aðalglæpón Chicago og þarf að verjast sífelldum árásum keppinautarins, Roman Morone og undirtyllu sinnar, Danny Vermin. Þess utan er bróðir hans kominn í vinnu hjá saksóknara svæðisins og vill koma honum í fangelsi - án þess að hafa hugmynd um hver hann er.
Bráðfyndin ræma og eldist vel.
Stórskemmtileg og ofsa fyndin mynd. Mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Michael Keaton sýnir stórleik, persónulega finnst mér hann aldrei klikka. Alltof vanmetinn leikari. Frábær mynd sem gerir grín af mafíumyndum. Mæli sterklega með henni.