Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Saving Grace 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. desember 2000

Take the high road to a comedy that truly lights up

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Ekkja kemst að því, eftir að eiginmaður hennar fremur sjálfsmorð, að hann hefur veðsett allt sem þau áttu, og að bankarnir ætla að taka allar eignir þeirra upp í skuldir. Hún horfir nú fram á gjaldþrot og býr yfir lítilli verkþekkingu annarri en kunnáttu um hvernig á að rækta plöntur, og hún fer í að reyna að bjarga heimili sínu. Nú kemur til sögunnar... Lesa meira

Ekkja kemst að því, eftir að eiginmaður hennar fremur sjálfsmorð, að hann hefur veðsett allt sem þau áttu, og að bankarnir ætla að taka allar eignir þeirra upp í skuldir. Hún horfir nú fram á gjaldþrot og býr yfir lítilli verkþekkingu annarri en kunnáttu um hvernig á að rækta plöntur, og hún fer í að reyna að bjarga heimili sínu. Nú kemur til sögunnar garðyrkjumaður sem er að reyna að rækta nokkrar maríjúanaplöntur á felustað, og stingur upp á því við ekkjuna að hún noti gróðurhúsið sitt til að rækta plönturnar, og selja þær síðan til að þéna næga peninga til að bjarga þeim báðum. Hann langar að gifta sig, en vantar peninga. En hann vissi ekki að kærastan hans er ófrísk, og þessvegna óttast hann núna enn meira en áður að löggan nái þeim fyrir maríjúana ræktunina. Þorpið sem þau búa í er allt meðvitað um hvað gengur á í gróðurhúsinu, og vonast til að ræktunin takist. Þegar plöntunar byrja að vaxa, og dafna, þá fer Grace með uppskeruna til Lundúna og reynir að selja hana til miskunnarlauss, en heillandi, eiturlyfjasala. Þar með fer allt á annan endann.... minna

Aðalleikarar


Það er ekki mikið varið í þessa mynd. Söguþráðurinn er leiðilegur og myndin er léleg en Brenda Blethyn skilar sínu. Hún leikur miðaldra konu sem er nýbúin að missa manninn sinn og tekur því upp á að rækta eiturlyf með ungum manni. Ég bjóst við þessari mynd betri þegar ég leigði hana en hún skilaði ekki sínu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn