Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þótt að The Watcher er sorglega illa leikin er hún reyndar alveg þolanleg. Alræmdur morðingi er búinn að drepa eitthvað fólk og lögga þarf að finna hann. Morðinginn sendir myndir af fórnalömbum sínum og velur þau að handahófi. Þegar löggann er búinn að fá nóg af þessu og flytur í annann bæ til að fá frið beynist morðinginn að sálfræðingi löggunar. Keanu hefur verið að fá einhvern pening þarna því að þetta er versti leikur hans.
Fussumsvei. Ég ætlaði að nota orðtakið "sóun á hæfileikum" einhversstaðar í þessari umfjöllun en ég áttaði mig á því að þegar James Spader, Keanu Reeves og Marisa Tomei eru annars vegar er lítið fyrir hæfileikum að fara til að byrja með. The Watcher er eitthvað það ömurlegasta sem hefur skriðið úr forarpyttum Hollywood undanfarið. Það er engin afsökun fyrir svona hörmung þegar það er augljóst að aðstandendur myndarinnar höfðu talsvert fjármagn á milli handanna. Það eru bílaeltingaleikir og sprengingar og þar fram eftir götunum, en sagan, leikurinn og myndin sjálf eru skelfilega slöpp. James Spader leikur útbrunna FBI-löggu sem flýr til Chicago undan raðmorðingja (Reeves). Inn í málið blandast sálfræðingur (Tomei) sem hefur lítið annað að gera en að vera augljóst skotmark morðingjans. Það er svo margt vont hægt að segja um þessa mynd. Persóna Spaders á að þjást af gífurlegum höfuðverkjum. Hann fær einn slíkan í byrjun myndar en aldrei aftur nema hann sé laminn í hausinn, og hver væri ekki með hausverk þá?? Tomei er í nákvæmlega fimm atriðum og segir kannski 20 setningar. Vantaði hana smápening til að kaupa Óskarsstyttufægilög? Og Keanu Reeves... Jesús María Jósef. Þvílík hörmung. Hann á að leika geðveikan morðingja en að venju getur maðurinn ekki leikið þó lífið liggi undir. Hann nær að leika Keanu Reeves í létt temmilega pirruðu skapi. Það er túlkun hans á morðingja. Myndin fær hálfa stjörnu fyrir hláturinn sem Reeves framkallar, sérstaklega í morðingjadansinum í upphafi og lok myndarinnar. Forðist þessa eins og heitan eldinn.
Mögnuð spennumynd þar sem áhorfendur fá ekki að slaka á í eitt augnablik. Sjón er sögu ríkari.
Persónulega finnst mér aldrei hafa farið mikið fyrir leikhæfileikum Keanu Reeves, hann hefur bara sloppið vel frá myndum sem eru létt á samtölum og þungar á hasar með örfáum undantekningum eins og Bram Stoker's Dracula. Það boðar því ekki gott að hér er hann í lykilhlutverki, geðsjúki raðmorðinginn í rannsóknarlögreglutrylli. Þetta hlutverk krefst þess að persóna morðingjans sé hættuleg, dularfull og útsjónarsöm ef vel á að vera og Keanu er ekkert af þessu. James Spader og Marisa Tomei gera það besta úr meðalhlutverkum en ná ekki að lyfta myndinni upp í meðallag. Ákveðnir þættir eru afar útreiknanlegir, það er greinilegt að handritshöfundar ofreyndu sig ekkert hér. Það hefur ekki mikið nýtt verði gert við þessa raðmorðingjaformúlu síðan snilldin Seven kom út og þess væri óskandi að Hollywood hlífði okkur við meira af þessu þangað til einhver fær góða og frumlega hugmynd. The Watcher er engan veginn alslæm mynd en þó það gölluð að ég get ekki mælt með henni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$33.000.000
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
22. júní 2001
VOD:
12. janúar 2017