Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þegar ég sá Space Cowboys í fyrsta sinn varð ég fyrir þó nokkrum vonbrigðum. Kannski bjóst ég við meiri Armageddon stíl, eða kannski bjóst ég við meiri húmor. En það virðist ekki vera takmark Clint Eastwood, heldur virðist sem hér hafi átt að vera raunvörulega gerð mynd um gamla menn sem fá séns til að fara út í geiminn, eftir að hafa misst af því tækifæri sem ungir flugkappar. Stærsti galli myndarinnar, er að hún nær sér aldrei á flug. Líkt og helmingur myndarinnar fari í að ústkýra söguþráðinn, og seinni helmingurinn í að gera það sem fyrri helmingurinn útskýrði. Það er mikið um klisjur, og ekkert kemur manni á óvart. Vondu kallarnir eru meira að segja rússar, sem ég hélt að væri alveg búið spil núna. Þó svo tæknilega þá sé hún rosalega vel gerð og atriði í geimnum ótrúlega flott, þá misheppnast þau svolítið út af raunvöruleika gildi þeirra. Ég er nú enginn sérfræðingur, en það sem þeir gera þarna í geimnum finnst mér hljóma voðalega ótrúlega. Það góða við myndina eru kapparnir fjórir, og er aldrei leiðinlegt að horfa á þá. Þeir hafa margar skemmtilegar senur sem gerir það að verkum að manni leiðist ekki á Space Cowboys. Ég er viss um að þessi mynd mun eldast vel, og þó svo hún sé ekkert merkileg þannig séð, þá yrði ég sko ekki hissa ef hún verður vel í minnum höfð á komandi áratugum.
Ég ætla að vera sem harðastur á þessa mynd út af nokkrum ástæðum... 1. Þessir leikarar geta gert mikið betur heldur en þeir gerðu, þetta eru allir top leikarar og eiga það margir sameiginlegt að leika tough guys í bíómyndum, og persónulega finnst mér þeir betri þannig en í þessum hlutverkum. 2. Söguþráðurinn finnst mér einstaklega óspennandi og eiginlega finnst mér myndin bara fjalla um eiginlega ekki neitt. 3. Myndin er langdreginn og skilur bara eiginlega ekki neitt eftir sig. Það sem þessi mynd fær 2 stjörnur fyrir er að leikur er ágætur og búningar, tæknibrellur, sviðsetning og kvikmyndun standa ágætlega fyrir sínu.
Þetta er ágætis geimmynd. Hér eru mættir gamlir jaxlar sem leika sinn leik mjög vel. Ég hef alltaf fílað Tommy Lee Jones(fyrir utan í myndinni Double Jeopardy).
Fín mynd um nokkra gamla herflugmenn sem misstu af tækifærinu til að komast út í geiminn á sjötta áratugnum og sjá sér því leik í hendi þegar ævaforn gervihnöttur sem aðeins þeir geta lagað bilar. Þetta er eins konar samanhræringur úr Armageddon, Deep Impact, The Right Stuff og Grumpy Old Men en kemur samt út sem ágætis skemmtun þó að hún slái engin met fyrir frumleika. Leikstjórn Clint Eastwoods er nokkuð þétt þó hann feti troðnar slóðir að flestu leiti. Þeir félagarnir Tommy Lee Jones, Clint Eastwood, Donald Sutherland og James Garner skila skemmtilegum frammistöðum sem gömlu kempurnar. Tæknivinnsla er einnig fyrsta flokks yfir línuna og mikið af tæknibrellunum ótrúlega flottar. Það mætti halda því fram að myndin sé aðeins of löng þar sem keyrslan hægist svolítið í kringum miðjuna en síðasti fjórðungurinn, sem gerist út í geimnum, bætir það upp. Traust afþreying sem veldur ekki vonbrigðum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Kostaði
$65.000.000
Tekjur
$128.884.132
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
27. október 2000
VHS:
21. maí 2001