Náðu í appið
Öllum leyfð

Topsy-Turvy 1999

(Topsy Turvy, Ringulreið, Allt á hvolfi)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. mars 2000

The egos. The battles. The words. The music. The women. The scandals.

160 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
Rotten tomatoes einkunn 79% Audience
The Movies database einkunn 90
/100

Eftir hroðalegt gengi síðustu uppfærslu þeirra glíma hinir heimsfrægu leikhúsmenn Gilbert og Sullivan og mislyndur hópur leikara við að takast á við koma næstu grínóperu á svið. Ekkert virðist ganga þar til Gilbert fær innblástur úr óvæntri átt sem kveikir neista í honum svo þeir virðast komnir á sporið, en vegurinn til vegsældar er hlykkjóttur og... Lesa meira

Eftir hroðalegt gengi síðustu uppfærslu þeirra glíma hinir heimsfrægu leikhúsmenn Gilbert og Sullivan og mislyndur hópur leikara við að takast á við koma næstu grínóperu á svið. Ekkert virðist ganga þar til Gilbert fær innblástur úr óvæntri átt sem kveikir neista í honum svo þeir virðast komnir á sporið, en vegurinn til vegsældar er hlykkjóttur og þyrnum stráður... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessari stórfenglegu kvikmynd breska leikstjórans Mike Leigh (Secrets and Lies) verður best lýst með orðinu: snilld! Topsy-Turvy hefur hlotið úrvalsdóma gagnrýnenda og einnig margvísleg verðlaun, þ.á.m. Alexander Korda-verðlaunin sem besta breska mynd ársins 1999 og ennfremur hlaut hún tvenn óskarsverðlaun 1999; fyrir bestu búninga og bestu förðun, auk þess sem hún var tilnefnd fyrir besta handrit og bestu sviðssetninguna. Það eru þeir Jim Broadbent og Allan Corduner sem fara með aðalhlutverkin, en myndin segir frá róstursömu tímabili í lífi þeirra Gilberts og Sullivans sem þrátt fyrir að vera afar ólíkir persónuleikar sömdu í sameiningu nokkrar af allra þekktustu óperum allra tíma. Myndin gerist þegar samstarf þeirra hefur varað í rúman áratug og lýsir myndin á sérlega lifandi, fyndinn og skemmtilegan hátt aðdragandanum að óperunni Míkadó, sem líklega er ein besta og vinsælasta gamanópera sem samin hefur verið. Leikurinn er ágætur en aðall hennar eru búningar hinnar óviðjafnanlegu Lindy Hemming sem hefur oft gert marga eftirminnilega búninga, en hér slær hún öll fyrri met, einnig er sviðssetning og tónlist ágæt. Topsy-Turvy er hiklaust kvikmyndaskemmtun eins og hún gerist best. Alls ekki láta hana fram hjá ykkur fara! Ég gef Tops-Turvy þrjár og hálfa stjörnu og mæli ég eindregið með henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn