Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mér fannst þetta vera mjög góð mynd og ég get sagt fyrir mitt leyti að hún er frábærlega fyndin og allir leikarar passa vel við sína persónu. Bruce Willis er frábær sem þessi yfirvegaði og óttalausi leigumorðingi. Matthew er líka góður sem tannlæknir í vonlausu hjónabandi í úthverfum Montreal. Ég mæli með þessari mynd. Hún er frabær. Sjáið hana.
Ég verða að vera sammála því að Matthew Perry var einum og "Chandler-legur" í þessari mynd og að hreymur Rosanna Arquette var alveg hryllilegur. En samt sem áður var þetta ágætis afþreying. Aðrir leikarar stóðu sig ágætlega. En það vantaði meiri dýpt í persónunar. En sá leikari sem mér fannst standa uppúr var Natasha Henstridge, sem stóð sig einstaklega vel. Semsagt: Ágætis grínmynd, með góðum leikurum (sem hefðu getað gert betur). Ég mæli með því að fólk sjái þessa mynd, þar sem hún var mjög góð skemmtun. En ekki búast við einhverjum stórleik.
Þessi mynd kom mér svolítið á óvart hversu innihaldslaus hún var í raun og veru. Það gerðist bókstaflega ekkert alla myndina. Matthew Perry átti góða spretti en Bruce Willis var samt allra skástur. Ekki nógu fyndin og innihaldslaus, gef henni tvær fyrir það eitt að ver ágæt dægrastytting. Takk fyrir.
Já, ég ætla að byrja á að taka undir það að Roseann Arquette er óþolandi í myndinni með þennan "franska" hreim sinn, þannig að maður virkilega hatar manneskjuna, en er það ekki einmitt tilgangurinn? Matthew Perry er alger vinur í myndinni, en er það ekki alveg í lagi? Bruce Willis er alltaf að leika sama manninn, ekki satt, "John McClaine" týpuna og hvað með það, hann er alltaf flottur! Þannig að myndin er snilld, flottir kvenmenn (nema gamla nornin), hnittnar setningar, og bara trylltur húmor, ég hreinlega sprakk yfir myndinni! Eftirlætis atriði: Þegar vinurinn misþyrmir stýrinu á bílum sínum eftir að hafa gengið í gegnum vítiselda sinnar "heittelskuðu".
Frekar er þetta nú slöpp grínmynd verð ég að segja.Perry vinur er svo fastur í vinahlutverkinu að það er ekki fyndið. Willis er hinsvegar flottur að vanda alltaf sami töffarinn. Þessi mynd voru töluverð vonbrigði...
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
17. mars 2000
VHS:
28. júlí 2000