Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Deer Hunter 1978

(Hjartarbaninn)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

One of the most important and powerful films of all time!

182 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 86
/100
Vann 5 Óskarsverðlaun: Besta mynd, besta leikstjórn, besti leikari í aukahlutverki Christopher Walken, besta hljóðvinnsla og besta klipping.

Michael, Steven og Nick eru ungir verkamenn frá Pennsylvania sem skrá sig í herinn til að fara til Víetnam. Áður en þeir fara, þá kvænist Steven hinni ófrísku Angela og brúðkaupsveisla þeirra er einnig kveðjuveisla fyrir vinina. Eftir nokkurn tíma og ýmsa hryllilega atburði í Víetnam, þá lenda þeir félagar í höndum Vietcong og eru færðir í fangabúðir... Lesa meira

Michael, Steven og Nick eru ungir verkamenn frá Pennsylvania sem skrá sig í herinn til að fara til Víetnam. Áður en þeir fara, þá kvænist Steven hinni ófrísku Angela og brúðkaupsveisla þeirra er einnig kveðjuveisla fyrir vinina. Eftir nokkurn tíma og ýmsa hryllilega atburði í Víetnam, þá lenda þeir félagar í höndum Vietcong og eru færðir í fangabúðir þar sem þeir eru neyddir til að leika rússneska rúllettu gegn hverjum öðrum. Michael hjálpar þeim að flýja, en leiðir skiljast fljótt á ný; Nick verður áfram í Víetnam, Michael snýr heim til Linda og Steven er fatlaður eftir að hafa misst fót í stríðinu.... minna

Aðalleikarar


The Deer Hunter er stórkostleg mynd. Hún er einstaklega realistic, magnþrungin spenna, brilliant leikframmistöður hjá De Niro og Walken, sagan góð, kvikmyndataka fín og leikstjórn í öruggum höndum hjá Michael Cimino. Svo er náttúrulega Rússneska rúllettu atriðið eitt besta atriði sem hefur komið í sögu bíómynda, að mínu mati. Ég hika ekki við að segja að Deer Hunter sé ein besta stríðsmynd sem hefur verið gerð og sé einnig ein af bestu myndum sem Robert De Niro hefur leikið í. Þetta er mynd sem á einkunnina 4 stjörnur fyllilega skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einu vonbrigðin sem ég varð fyrir með The Deer Hunter að hún er ekki stríðsmynd. Það mætti hafa þúsund meira stríð í henni en hún er samt ótrúleg snilld og hann Christopher Walken hefur aldrei verið betri (fyrir utan hvað er hann segir f-orðið oft í myndinni). Þrír stálvinnumenn úr Pennsylvaníu,þeir Michael (Robert DeNiro),Nick (Christopher Walken) og Steven (John Savage) hættu í stálinu og skella sér í Víetnam. En þeir eru náðir af miskunnarlausum óvinum sem neyða þá til að spila rússneska rúlettu en þeir sleppa. Michael fer heim en hinir tveir þurfa að vera á spítala í Saigon. En þegar Michael fer að hitta þá uppggvötar nokkuð hræðilegt. The Deer Hunter vann 5 Óskarsverðlaun árið 1978 fyrir bestu mynd,bestu leikstjórn (Michael Cimino),besta leikara í aukahlutverki (Christopher Walken),bestu klippingu og besta hljóð. Meryl Streep stendur sig vel með stóru hökuna sína. Myndin er sorgleg en heldur manni föstum þegar maður neyðist til að horfa á hina óþægilega rússnesku rúllettu því maður vill ekki missa af söguþráðnum. Þrátt fyrir stríðs-leysið er The Deer Hunter stórbrotin mynd sem enginn kvikmyndaáhugmaður ætti að láta fram hjá sér fara en ef þú ert viðkvæmur kvikmyndaáahugamaður líttu þá undan!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin lýsir mjög vel hörmungum stríðs og áhrifum þess á mannssálina. Menn fara í stríð uppfullir af æskufjöri en snúa til baka gerbreyttir menn.

Myndin er hátt í þrjár klukkustundir en stendur fyllilega undir þeirri lengd og er aldrei langdregin. Sagan er trúverðug og hvergi veikan blett að finna. Sama má segja um leikinn enda skartar myndin nokkrum af bestu leikurum samtímans í aðalhlutverkum. Robert De Niro er hreint út sagt frábær í aðalhlutverkinu og einnig standa Meryl Streep og Cristopher Walken sig mjög vel.

Þessi mynd er með þeim betri sem ég hef séð og hlýtur hún að snerta við öllum þeim sem hana sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef ég ætti að bera þessa mynd saman við Apocalypse now eða Full metal jacket yrði þessi í þriðja sæti, en Full metal jacket í fyrsta. Myndin sem segir frá nokkrum félögum sem eru kvaddir í herinn til þess að berjast í Víetnam. Myndin segir svo frá samskiptum þeirra á undan stríðinu, í stríðinu og svo eftir stríðið. Fram að stríðslokum er myndin frábær í alla staði og stríðsátökin eru sérlega vel gerð. Þeir DeNiro og Walken fara á kostum og átti sá síðarnefndi óskarinn svo sannarlega skilið. Það sem fyrst og fremst skemmir myndina er kaflinn þegar stríðið er búið og þeir félagar eru komnir heim. Myndin verður þá ótrúlega langdreginn. Ég geri mér grein fyrir því að í myndinni eru stríðsátökin sjálf ekki aðalatriðið heldur þau áhrif sem stríðið hafði á hermennina og hvernig sálir þeirra eru skemmdar. Þessi áhrifin koma vel fram og allt það skilar sér vel. Hins vegar breytir það ekki þeirri staðreynd að myndin er allt of langdreginn og á síðasta klukkutímanum gerist nánast ekkert. Sjálfur átti ég í mesta basli með að halda mér vakandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Deer Hunter fékk 5 óskarsverðlaun árið 1978. Fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn (Micheal Cimino), besta karlleik í aukahlutverk (Christopher Walken), besta hljóð og bestu klippingu. Hún átti kannski þrjár skilið. Þær fyrir klippingu, hljóð og þau sem Christhopher Walken fékk.

Þessi mynd er ein langdregnasta mynd sem ég hef séð. Hún er í þrjá klukkutíma, þótt hún ætti í mesta lagi að vera í tvo. Endalaus kvikmyndun af náttúrufegurð og ungu fólki að dansa.

Handrit er götótt og er lítið af samtölum og er eignilega lítið að gerast í myndinni. Mörgum finnst hún rosalega sorgleg. Það finnst mér ekki því áhorfandinn fær ekkert að kynnast aðalpersónunum. Maður fær bara að sjá þá að dansa og skjóta.

Myndin fjallar bara um unga menn sem hafa mjög gaman á lífunu, fara í stríð og eyðillegjast við það. Þetta hefur kannski verið ferskt efni þarna en það er það ekki núna.

Það sem bjargar myndinni eru Robert De Niro og Christopher Walken. Annars væri myndin bara algjört sorp. En ég skil ekki af hverju þetta verk á að vera klassík.

Ég gef henni eina stjörnu fyrir leik Robert´s og Walken´s og hálfa fyrir að myndin hafi verið betri á sínum tíma. En þessi mynd eldist ekki vel og er vægast sagt mjög leiðinleg.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.07.2016

Óskarsleikstjóri látinn

Michael Cimino, margfaldur Óskarsverðlaunaleikstjóri og framleiðandi myndarinnar Hjartarbaninn, eða The Deer Hunter,  er látinn, 77 ára að aldri. Ferill Cimino beið síðar hnekki þegar hin sögulegi vestri, Heaven´s Gate...

07.04.2016

Óæðri ókindur á Blu

Jaws framhöldin eru loksins að skila sér á Blu-ray. „Jaws 2“ (1978) er að öllu leyti prýðileg mynd þó hún nái engan veginn sömu hæðum og forverinn. Hún skartar þó Roy Scheider í aðalhlutverki en leikarinn snéri aftur t...

03.11.2014

Bestu dauðasenur allra tíma

Í tilefni af frumsýningu myndarinnar The ABCs of Death 2, sem inniheldur samansafn af hrollvekju-stuttmyndum, þá valdi hver hinna 29 leikstjóra myndanna sína uppáhalds dauðasenu. Að deyja á hvítatjaldinu er sannarlega mikil list, enda getur enginn miðla...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn