Á sama tíma og hjónaband Joe og Isabel er að leysast upp finna þau Kitti, nakta ókunnuga konu, fljótandi í lauginni í sumarhúsi þeirra í Grikklandi, og bjóða henni að gista. Kitti safnar og borðar eitraðar jurtir og Nina, unglingsdóttir hjónanna, hrífst af henni. Mun Kitti geta hjálpað fjölskyldunni út úr erfiðleikunum?