Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Big Daddy 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. ágúst 1999

Once you adopt a kid, you've got to keep him.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 39% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Sonny Koufax er 32 ára gamall. Hann er útskrifaður úr lagaskóla. Hann á flotta íbúð á Manhattan. En það er bara eitt vandamál. Hann gerir ekki neitt, nema sitja á rassgatinu allan daginn og lifa á fjárfestingu sem kom út úr lögsókn sem hann vann einu ári fyrr. En eftir að kærastan fær nóg og fer frá honum, þá fær hann frábæra hugmynd, að taka að... Lesa meira

Sonny Koufax er 32 ára gamall. Hann er útskrifaður úr lagaskóla. Hann á flotta íbúð á Manhattan. En það er bara eitt vandamál. Hann gerir ekki neitt, nema sitja á rassgatinu allan daginn og lifa á fjárfestingu sem kom út úr lögsókn sem hann vann einu ári fyrr. En eftir að kærastan fær nóg og fer frá honum, þá fær hann frábæra hugmynd, að taka að sér fimm ára gamlan strák til að sýna henni að hann hafi þroskast. En hlutirnir fara ekki eftir áætlun, og Sonny fer smátt og smátt að þykja vænt um strákinn og ákveður að reyna að ættleiða hann.... minna

Aðalleikarar


Big daddy er en eitt snildarverk adam sandlers. Sandler leikur mann sem er sonur virts lögfræðings sem hefur ekkert gert sniðugt með líf sitt og vinnur í tollbooth einn dag í viku, kærastan hans fer frá honum vegna þess að hann veit ekkert hvað er að gerast og vill ekki eignast barn. hann ákveður því að ættleiða barn til að halda henni en hún er þegar farinn oghann situr uppi mað krakkann og gjörsamlega getur ekki lifað án hans. Félagsmála stofnun kemst svo að svikum og ætlar að taka barnið aftur og fer málið fyrir rétt. Myndin er stórgóð skemmtun sem allir ættu að sjá
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sandler gamli gengur hér litlum polla í föðurstað en vill síðan ekki kveðja hann þegar að því kemur. Myndin er eiginlega ekkert annað en það. Yfirborðskennd og fyrirsjáanleg, engin hörmung en afskaplega gleymanleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis mynd en dettur niður á köflum t.d. þessi réttarhöld. Einhvernvegin minna þau mig á Ally Mcbeal. Samt fín Afþreying
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Án efa ein leiðinlegasta mynd sem ég hef séð.. akkúrat ekkert fyndin (ég er ekkert mjög hrifin af Adam Sandler svona yfirleitt), mjög væmin mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sonny Koufax (Adam Sandler) er frekar kærulaus náungi sem lifir í hálfgerðu greni, er með eindæmum sóðalegur og kjaftfor og kærastan hans er nýfarin frá honum með eldri manni sem hefur pælt hlutina betur út. Hann reynir að sýna kærustunni að hann getur líka sýnt ábyrgð með því að ættleiða 5 ára gamlan strák að nafni Julian sem birtist allt í einu á dyratröppunum hjá honum. Hann segist vera að leita að pabba sínum og Sonny tekur að sér að sjá um hann á meðan. En Sonny er alveg að fara á tauginni yfir öllu því umstangi sem fylgir því að hafa 5 ára krakka heima hjá sér og vill því skila honum aftur en það er hægara sagt en gert. Málin flækjast síðan enn frekar þegar Sonny kemst í samband við konu (Joey Lauren Adams) og þarf að sinna bæði því að heilla hana og sjá um strákinn. En milli stráksins og hans þróast sérstakt vináttusamband og þegar á að taka hann vill Sonny halda honum eftir. Það á eftir að draga dilk á eftir sér. Adam Sandler er skemmtilegur gamanleikari en hefur ekki alveg verið að leika í réttu myndunum undanfarið síðan hann lék í sinni bestu mynd til þessa, The Wedding Singer. Myndin heldur vel dampi í fyrri hlutanum og er oft sprenghlægileg en þegar tekur að síga á seinni hlutann fer bröndurunum að fækka og dramað tekur að færast meira inn í. Þar fatast myndinni flugið. Það er hreint agalegt að horfa upp á ágæta gamanmynd detta niður í enn eitt hundleiðinlegt, ósannfærandi og ofurvæmið réttardramað. Ef að Sandlers nyti ekki við þar þá væri myndin algjörlega glötuð. En Sandler tekst merkilega vel að halda þeim hluta á floti og er ansi sannfærandi þótt fáir aðrir séu það. Það er eitt sem mér finnst sorglegt. Að sjá málefni eins og samkynhneigð og ábyrgð barna vera í deiglunni en síðan ekkert unnið neitt bitastætt út úr því. Einnig er það sorglegt að sjá leikkonu eins og Joey Lauren Adams (sem lék svo glimrandi vel í Chasing Amy) ekki hafa neitt að gera nema vera sæt og fín. Einn af mínum uppáhaldsleikurum, Steve Buschemi kemur fram sem hálfgerður gestaleikari virðist vera sem heimilislaus maður. Hann hefur nú birst í tveimur myndum Sandlers sem gestaleikari svo að hann er kannski orðinn almennur gestaleikari í myndum hans? Kann að vera. Á heildina litið er Big Daddy oft fyndin en líka dálítið mislukkuð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.06.2015

Meira Kick-Ass á leiðinni

Kingsman: Secret Service og Kick-Ass leikstjórinn Matthew Vaughn varpaði ljósi á það í nýju myndbandsviðtali við Yahoo! Movies, hver staðan væri á fleiri Kick-Ass myndum. Aðdáandi spurði að því á Twitter hv...

17.10.2012

Svona verður Kick-Ass 2

Söguþráður Kick-Ass 2 er nú tekinn að skýrast, en Kick-Ass var mjög vinsæl á Íslandi árið 2010, og m.a. forsýndi Kvikmyndir.is myndina fyrir fullum sal af fólki. Stutta útgáfan af söguþræðinum er á þessa leið: F...

10.10.2012

Cage til Kína með Christensen

Bandaríski leikarinn vinsæli Nicolas Cage slær ekki slöku við frekar en fyrri daginn þegar kemur að gerð ævintýramynda. Vefmiðillinn The Wrap greinir nú frá því að Cage muni leika í myndinni Outcast sem gerist á tíundu öld í Kína....

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn