Náðu í appið
Terms of Endearment

Terms of Endearment (1983)

"Come to Laugh, Come to Cry, Come to Care, Come to Terms."

2 klst 12 mín1983

Myndin fjallar um þrjá áratugi í lífi ekkjunnar Aurora Greenway og dóttur hennar Emmu.

Rotten Tomatoes81%
Metacritic79
Deila:
Terms of Endearment - Stikla
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin fjallar um þrjá áratugi í lífi ekkjunnar Aurora Greenway og dóttur hennar Emmu. Emma, sem hefur verið ofvernduð af móður sinni allt sitt líf, giftist hinum veiklundaða menntaskólakennara Flap, í óþökk móður sinnar. Auroru er jafnvel enn verr við tilhugsunina um að hún gæti orðið amma, þó að væntumþykja hennar í garð ömmubarnanna þriggja vaxi, í öfugu hlutfalli við væntumþykjuna í garð tengdasonarins. Þegar Flap heldur framhjá Emmu með nemanda sínum, þá sannast efasemdir Auroru um Flap. Á meðan finnur Emma fróun í sambandi við óhamingjusamlega giftan bankamann. Aurora á hinn bóginn fær aldrei frið fyrir nágranna sínum, hinum mjög svo fjöruga geimfara Garrett Breedlove. Undir lok myndarinnar fær Emma síðan ólæknandi krabbamein.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (2)

Þessi mynd er í raun vel gerð Sápuópera og undanfari allra chick flicks sem áttu eftir að yfirgnæfa 10.áratuginn og einnig síðustu ár. Styrkleiki myndarinnar eru leikararnir en með verri ...

Klassísk og stórkostleg sexföld óskarsverðlaunakvikmynd sem kemur beint frá hjartanu og er í senn yndisleg blanda af einkar vönduðum léttum húmor og sönnum sorgum. Byggð á nánu sambandi...

Framleiðendur

Paramount PicturesUS

Verðlaun

🏆

Vann 5 Óskarsverðlaun. Jack Nicholson fyrir bestan leik í aukahlutverki, Shirley MacLaine fyrir bestan leik í aðalhlutverki, og James L. Brooks fékk verðlaunin fyrir bestu leikstjórn, bestu mynd og besta handrit.