Terms of Endearment
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn
Í myndinni er ljótt orðbragð
GamanmyndRómantískDrama

Terms of Endearment 1983

Come to Laugh, Come to Cry, Come to Care, Come to Terms.

7.4 50267 atkv.Rotten tomatoes einkunn 88% Critics 7/10
132 MÍN

Myndin fjallar um þrjá áratugi í lífi ekkjunnar Aurora Greenway og dóttur hennar Emmu. Emma, sem hefur verið ofvernduð af móður sinni allt sitt líf, giftist hinum veiklundaða menntaskólakennara Flap, í óþökk móður sinnar. Auroru er jafnvel enn verr við tilhugsunina um að hún gæti orðið amma, þó að væntumþykja hennar í garð ömmubarnanna þriggja vaxi,... Lesa meira

Myndin fjallar um þrjá áratugi í lífi ekkjunnar Aurora Greenway og dóttur hennar Emmu. Emma, sem hefur verið ofvernduð af móður sinni allt sitt líf, giftist hinum veiklundaða menntaskólakennara Flap, í óþökk móður sinnar. Auroru er jafnvel enn verr við tilhugsunina um að hún gæti orðið amma, þó að væntumþykja hennar í garð ömmubarnanna þriggja vaxi, í öfugu hlutfalli við væntumþykjuna í garð tengdasonarins. Þegar Flap heldur framhjá Emmu með nemanda sínum, þá sannast efasemdir Auroru um Flap. Á meðan finnur Emma fróun í sambandi við óhamingjusamlega giftan bankamann. Aurora á hinn bóginn fær aldrei frið fyrir nágranna sínum, hinum mjög svo fjöruga geimfara Garrett Breedlove. Undir lok myndarinnar fær Emma síðan ólæknandi krabbamein. ... minna

Aðalleikarar

Shirley MacLaine

Aurora Greenway

Debra Winger

Emma Greenway Horton

Jack Nicholson

Garrett Breedlove

Danny DeVito

Vernon Dahlart

Jeff Daniels

Flap Horton

John Lithgow

Sam Burns

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Þessi mynd er í raun vel gerð Sápuópera og undanfari allra chick flicks sem áttu eftir að yfirgnæfa 10.áratuginn og einnig síðustu ár. Styrkleiki myndarinnar eru leikararnir en með verri leikurum hefði myndin hæglega getað orðið óbærilega væmin en Nicholson og Shirley MacLaine eru ekki væmnir leikarar heldur miklir húmoristar sem hafa gott chemistry þar sem hún er mjög kaldhæðin á meðan hann er alltaf að reyna að koma henni til með hallærislegum pickup línum. Myndin hlaut náð hjá akademíunni en verður samt sem áður að teljast ein af þeim síðri sem hafa fengið óskarsverðlaun sem besta mynd. Það þýðir ekki að þetta sé slæm mynd. Hún einfaldlega á ekki roð í meistaraverk á borð við Cuckoo's Nest, Godfather og Schindler's List en er dæmigerð fyrir 9. áratuginn og vel þess virði að kíkja á hana fyrir frammistöðu leikaranna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Klassísk og stórkostleg sexföld óskarsverðlaunakvikmynd sem kemur beint frá hjartanu og er í senn yndisleg blanda af einkar vönduðum léttum húmor og sönnum sorgum. Byggð á nánu sambandi mæðgna frá Houston í Texas í þrjá stormasama áratugi. Er á allan hátt ófyrirsjáanleg og kemur okkur sífellt innilega á óvart. Mæðgurnar Aurora Greenway og Emma Horton hafa alltaf verið nánar og því er móðir hennar ekki ánægð með að hún giftist erkiflóninu Flap Horton, og er þaðan af síður glöð með að þau flytjist til Seattle, hinum megin á landinu. Þær halda sambandi símleiðis og á meðan líða árin. Emma og Flap eignast svo í fyllingu tímans þrjú börn, tvo stráka og dóttur. Og gengur að sýnist bara allvel. En Aurora verður á meðan hugfangin af Garrett Breedlove, kostulegum geimfara á eftirlaunum. Hann er vægt til orða tekið skrýtin skrúfa og er skemmtileg andstæða hennar. En þá berast Auroru vondar fréttir, Emma kemst að því að Flap hefur haldið fram hjá henni og hún fer til móður sinnar og eyðir tíma hjá henni. En þá gerist svolítið er kemur öllum ógnvænlega á óvart og bindur enda á allar framtíðarætlanir mæðgnanna, Emma greinist með illkynja krabbamein. Shirley MacLaine og Debra Winger fara á kostum sem hinar ólíku en einkar samrýmdu mæðgur sem standa saman gegnum þykkt og þunnt. Og ekki má gleyma hinum eina sanna eilífðartöffara Jack Nicholson sem á sannkallaðan stórleik í hlutverki geimfarans Garrett Breedlove og nær að túlka kosti hans og galla á hreint einstaklega góðan hátt. Myndin fékk eins og fyrr segir sex óskarsverðlaun, þ.á.m. fyrir myndina sjálfa, handrit og leikstjórn snillingsins James L. Brooks en þetta er ein hans allra besta mynd ásamt einni af nýjustu klassamyndum hans "As Good As It Gets" sem Jack Nicholson fékk óskarinn fyrir. Ekki má að lokum gleyma Shirley MacLaine og Jack Nicholson sem fengu bæði óskarsverðlaunin fyrir sannkallaðan stórleik sinn í þessu hjartnæma og einkar yndislega mannbætandi meistaraverki James L. Brooks, sem fær mann alltaf til að gráta og hlæja í bland. EINSTÖK í sinni röð og hiklaust fjögurra stjarna virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn