Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Monty Python and the Holy Grail 1974

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You can do worse than see it. / And now! At Last! Another film completely different from some of the other films which aren't quite the same as this one is.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 91
/100

Myndin byrjar með því að Arthúr Bretakonungur er að leita sér að riddurum til að vera við hringborð sitt í kastalanum Camelot. Hann finnur ýmsa riddara, svo sem Sir Galahad hinn göfuglynda, Sir Lancelot hinn hugrakka, hinn hljóðláta Sir Bedevere, og Sir Robin hinn-ekki-eins-hugrakki-og-Lancelot. Þeir ferðast ekki á hestum, heldur þykjast gera það og láta... Lesa meira

Myndin byrjar með því að Arthúr Bretakonungur er að leita sér að riddurum til að vera við hringborð sitt í kastalanum Camelot. Hann finnur ýmsa riddara, svo sem Sir Galahad hinn göfuglynda, Sir Lancelot hinn hugrakka, hinn hljóðláta Sir Bedevere, og Sir Robin hinn-ekki-eins-hugrakki-og-Lancelot. Þeir ferðast ekki á hestum, heldur þykjast gera það og láta þjóna sína lemja saman kókóshnetum til að búa til hljóð eins og þeir væru á hestum. Í gegnum háðsádeilur á ýmsa sögulega viðburði ( nornaveiðar, svarti dauði ) þá finna þeir Camolot, en eftir stuttan söng og dans, þá ákveða þeir að þeim langi alls ekki að fara þangað. Þegar þeir eru á leiðinni í burtu kemur Guð ( sem virðist vera í frekar fúlu skapi ) til þeirra úr skýjunum og segir þeim að fara að leita að hinu heilaga grali. Þeir taka vel í þetta og byrja að leita. Á ferð sinni þá hitta þeir margskonar áhugavert fólk og riddara. Flestar persónurnar deyja, sumar af völdum morðóðra kanínu ( sem þeim tekst að sigra með heilagri handsprengju ) og aðrir deyja þegar þeim tekst ekki að svara spurningu réttri sem riddari við dauðabrúna leggur fyrir þá, eða deyja á annan fáránlegan hátt. Í lokin þá eru aðeins Arthúr konungur og Sir Bedevere eftir og þeir koma að Arrrghhh kastala þar sem heilaga gralið er. Þar hitta þeir franska hermenn sem komu við sögu fyrr í myndinni, og komast því ekki inn í kastalann.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er algjör snilld og eg gæti horft á hana hundrað sinnum og ekki orðið leiður á heni brandarar Terry Gillian og Terry Jones eru hreinn snilld John Cleese er snillingur.....SNILLD ALLIR AÐ SJA ÞESSA
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík mynd algjör SNILLD S-N-I-L-L-D. Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð. Jhon Clesee er snillingur eins og allir hinir .Ef einhverjum finnst hún ekki góð þá er hann eitthvað skrítinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Maður horfir á Monty Phyton and the Holy Grail og er hlæjandi að henni í langan tíma þar á eftir.Og síðan þegar maður horfir á hana aftur þá er hún alveg jafn fyndin og maður hlær jafnvel enn meira af því að maður kemst að því að maður fattaði ekki alla brandarana í fyrra skiptið. Þessi mynd kemst pottþétt á topp tíu fyndnustu myndir sem ég hef séð listan minn (þótt ég sé nú eiginlega ekki með þannig lista) Þeir Graham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Gilliam, Terry Jones og Micheal Palin fara hér algjörlega á kostum (og náttúrulega allir hinir líka).Mynd þessi fjallar um Artúr konung og riddara hans sem halda af stað í ævintýraför til að leita að the holy grail (man ekki alveg hvernig maður segir þetta á íslensku)Þetta er alveg ófyrirsjáanlegt ævintýri og brandararnir svo snilldarlega gerðir að maður liggur hlæjandi í gólfinu alla myndina, persónurnar allar voru drepfyndnar (mér fannst persónulega John Cleese í hlutverki Sir Lancelots vera bestur)og teikningarnar komu einhvernvegin svo vel inní myndina og ef að ég gæti gefið meira en fjórar stjörnur þá mundi ég gera það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ætla ekki að segja meira en að þetta er fyndnasta monthy python myndin og þar af leiðandi skemtilegasta mynd EVER.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hrein og bein SNILLD út í gegn!!! Þetta er án efa einhver fyndnasta mynd sem gerð hefur verið og að mínu mati besta mynd Python gengisins. Sumir líta á hana sem ádeilu að einhverju tagi en það er bara kjaftæði. Þessi mynd er einungis furðulegt hugarfóstur furðulegra snillinga sem örlítið er byggð á grunni sögunnar um Artúr konung og riddara hans. Persónurnar sem koma við sögu eru hver annarri furðulegri og atriðin eru ruglingsleg röð af fáránlegum uppákomum og samtölum sem eru helber snilld. Inn í þetta blandast svo teiknaðir þættir sem eru svo steiktir og oft tilgangslausir við framgang sögunnar (sbr. atriðið þar sem munkurinn kvartar yfir veðrinu) að þeir verða á undarlegan hátt ómissandi í myndinni. Það er endalaust hægt að telja upp snilldina á bak við djúpsteikta brandarana í myndinni og þarf maður að horfa á hana nokkrum sinnum til að ná þeim öllum.

Þessi mynd er fullkomin til að horfa á ef manni líður illa og er ég viss um að hún gæti vakið mann upp frá dauðum um leið og hún drepur aðra úr hlátri. Ég gef henni 10 stjörnur af 4 mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn