Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Örugglega ein besta gamanmynd sem ég hef séð. John Cleese, Jamie Lee Curtis, Michael Palin og Kevin Kline(í alveg óborganlega fyndu Óskarsverðlaunahlutverki) fara á kostum. Hún er topp skemmtun frá byrjun til enda og hika ég ekki við að skella á henni 4 stjörnur, því hún á þessa einkunn fyllilega skilið.
Ég elska þessa mynd. Michael palin og John Cleese (úr monty python) er aðal handritshöfundar myndarinnar.Þetta er meistarastykki og besta mynd Jamie lee Curtis og mun betri en fierce Creatures sem var samt mjög góð. Algjör skyldu mynd.
Margsnúin og hábresk úrvalsmynd. Hún er í bæði í senn farsi og gamanmynd enda leikstýrð af meginsnillingi Ealing-tímabilsins. Hér fara þau John Cleese, Jamie Lee Curtis, Michael Palin og Kevin Kline, sem fékk óskarinn fyrir leik sinn, sannarlega á kostum. Óborganlegt handrit og stórgóð myndataka og leikstjórn eru auk stórleiks stjarnanna aðall þessarar fantagóðu bresku myndar. Ég hef sennilega aldrei haft eins mikið gaman af breskri gamanmynd. Sannkallað augnakonfekt sem verður alltaf betra með árunum, enda alltaf jafn fyndið og pottþétt. Semsagt, góð skemmtun og þriggja og hálfrar stjarna virði. Ég mæli eindregið með henni við alla þá sem hafa gaman af farsakenndum og óborganlegum breskum húmor.
Snilldarmynd um þjófagengi sem reynir að komast upp með demantarán. John Cleese er lögfræðingur þeirra, Palin er stamandi dýravinur, Kevin Kline er aðalkosturinn. Hann leikur geðsjúkling sem vitnar sífellt í Nietzsche án þess að skilja nokkuð hvað heimspekingurinn átti í raun við.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MGM
Kostaði
$7.500.000
Tekjur
$62.493.712
Aldur USA:
R
VOD:
14. mars 2014