Náðu í appið
Öllum leyfð

Singin' in the Rain 1952

(Singing in the Rain)

What a Glorious Feeling !

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 100% Critics
The Movies database einkunn 99
/100
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna. Fyrir tónlist leik kvenna í aukahlutverki. Vann Golden Globe verðlaunin í flokknum besta gamanmynd/söngleikur.

Myndin gerist árið 1927. Don Lockwood og Lina Lamont eru frægt par á hvíta tjaldinu. Lina misskilur og tekur rómantíkina á hvíta tjaldinu sem raunverulega ást. Don hefur unnið hörðum höndum að því að komast þangað sem hann er í dag, með fyrrum félaga sínum Cosmo. Þegar nýjusta mynd Don og Linu er breytt í söngleik, þá er Don með fullkomna rödd fyrir... Lesa meira

Myndin gerist árið 1927. Don Lockwood og Lina Lamont eru frægt par á hvíta tjaldinu. Lina misskilur og tekur rómantíkina á hvíta tjaldinu sem raunverulega ást. Don hefur unnið hörðum höndum að því að komast þangað sem hann er í dag, með fyrrum félaga sínum Cosmo. Þegar nýjusta mynd Don og Linu er breytt í söngleik, þá er Don með fullkomna rödd fyrir hlutverkið. En Lina, er ekki alveg með sömu góðu söngröddina og hann. Þau ákveða að einhver muni syngja fyrir hana. Kathy Selden er fengin í verkið, en hún er efnileg leikkona og á meðan hún er að vinna að myndinni þá verður Don ástfanginn af henni. Mun Kathy halda áfram að vera efnileg, eða mun hún fá tækifærið sem hún á skilið?... minna

Aðalleikarar

Þær gerast varla betri.
Mér finnst það hálfundarlegt að enginn skuli hafa látið af hendi fáein orð um þessa frábæru klassík.
Það kemst enginn hjá því að (í það minnsta) kannast við titillinn. Amk. enginn kvikmyndaáhugamaður, vegna jú fjöldans af tilvísunum frá öðrum þekktum verkum. Þá má allra helst nefna; A Clockworck Orange.
Singin' in the Rain er gjarnan talin á meðal bestu kvikmynda sögunnar og ég styð það eindregið. Myndin er gamansöm, þar sem að Donald O'Connor spilar lykilhlutverk og sjálfsagt eru það þau Gene Kelly og Debbie Reynolds sem að sjá um rómantíkina.
Tónlistin er frábær, reyndar ekki samin fyrir kvikmyndina, heldur tekin úr eldri kvikmyndum. Söguþráðurinn er góður og fjallar að hluta til á skemmtilegan hátt um kvikmyndagerð á 3. áratugnum, þar sem að heimurinn er í fyrsta sinn að kynnast "tal" kvikmyndum.
Það gerist varla nauðsynlegt að fjalla betur um myndina, þar sem að í rauninni er þetta bara spurning um áhuga. Ekkert annað ákvarðar það hvort að þú sjáir þessa mynd eða ekki.
Mér finnst þó að þessi flokkist undir skylduáhorf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.09.2021

„Ég fagna öllum verkum okkar sem eldast illa“

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti klippari landsins, hefur gert garðinn frægan síðustu árin með vinnu sinni að vinsælum titlum á borð við John Wick, Atomic Blonde, Deadpool 2 ásamt myndinni Between Heaven and Earth eftir Najwa Najja...

27.01.2012

Ljúft og skemmtilegt tímaflakk

Hugsið ykkur. Fyrir nánast heilli öld síðan hefði þetta verið dæmigert afþreyingarbíó. Í dag er þetta séð sem einhvers konar listræn tilraun, sérsniðin fyrir bíónörda sem elska að vitna í kvikmyndasögu, eldri...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn