A Guide for the married man er, eins og titillinn gefur til kynna, í heild leiðarvísir fyrir gifta karlmenn hvernig þeir eiga að bera sig af í framhjáhaldi. Walter Matthau leikur skrifstofumanninn Paul Manning sem hlustar á vin sinn og framhjáhaldssérfræðing Ed Stander(Robert Morse) gefa leiðbeiningar og ráð. Öll myndin fer í að rekja það hvað á að gera og hvað ekki og atburðarrásin er svo sprenghlægileg og svo brilliant að það er ekki hægt annað en að skemmta sér konunglega. A Guide for the married man hefur kannski ekki elst mjög vel og er full einföld en Matthau er hins vegar hér upp á sitt besta og Morse sýnir einnig fína takta sem þessi dæmigerði 'smooth operator'. Alveg ágætis meðmæli og þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei