Náðu í appið

12 Angry Men 1957

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Life Is In Their Hands -- Death Is On Their Minds!

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 100% Critics
The Movies database einkunn 97
/100

Verjandi og sækjandi hafa lagt málið í dóm og kviðdómur ræður nú ráðum sínum inni í herbergi til að ákveða hvort að ungur spænsk-amerískur maður er sekur eða saklaus af því að hafa myrt föður sinn. Það sem byrjar sem morðmál snýst fljótlega upp í drama inni í herbergi kviðdómsins, um fordóma hvers dómara og fyrirfram mótaðar hugmyndir um... Lesa meira

Verjandi og sækjandi hafa lagt málið í dóm og kviðdómur ræður nú ráðum sínum inni í herbergi til að ákveða hvort að ungur spænsk-amerískur maður er sekur eða saklaus af því að hafa myrt föður sinn. Það sem byrjar sem morðmál snýst fljótlega upp í drama inni í herbergi kviðdómsins, um fordóma hvers dómara og fyrirfram mótaðar hugmyndir um réttarhaldið, hinn ákærða, og hvern annan. Myndin er byggð á leikriti, og fer alfarið fram í herbergi kviðdómenda. ... minna

Aðalleikarar


Hafði verið lengi á leiðinni að sjá þessa, tókst loksins fyrir stuttu. Þetta er mjög óvenjuleg en áhrifarík mynd. Hún gerist næstum að öllu leiti inni í einu lokuðu herbergi, þ.e. herbergi kviðdómenda. Myndin byrjar s.s. á því að 12 kviðdómendur eiga að taka ákvörðun um mál, 11 vilja sakfella en 1 vill sýkna. Mér fannst ótrúlegt hvað myndin hélt manni alveg föstum þrátt fyrir stanslaust tal í 96 mín. Henry Fonda fer á kostum sem og reyndar flestir aðrir. Þetta er mynd eftir frábæran leikstjóra sem allir verða að sjá, frábær mynd!

Myndin er 10. besta mynd allra tíma skv. imdb. Hún var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leikstjórn, bestu mynd, og handrit en vann engin (tapaði fyrir The Bridge On The River Kwai). Mjög merkilegt að myndin var tekin upp á 3 vikum og kostaði bara $ 350.000
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
VÁ! snilld.
Ég verð nú að segja að 12 angry men, er ein besta mynd sem ég hef
séð í gegnum tíðina, enda úr smiðju meistara Sidney Lumet.
Henry Fonda magnaður í þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Klassísk mynd. Ég trúi því ekki að aðeins núna sé ég hana fyrst. Þetta er mynd sem gengur út á samræður og rólegar senur en hún er svo rosalega öflug. 12 menn í einu herbergi að ræða örlög ungs drengs, 12 mismunandi perónuleikar og allir með sínar skoðanir. Handritið er snilld og er myndinni pakkað saman í 90 mínútur af svart og hvítu efni, en það sem kom mér mest að óvart að þessi mynd er frá 1957. Þessar klassísku myndir eru rosalegar. Eða á íslensku ´sígild´. Ef þú færð tækifæri að sjá þessa mynd ekki hika við að horfa á hana, því þú munt festast við skjáin alla myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem enginn kvikmyndaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Hérna er um að ræða kviðdómendur sem reyna að komast að sannleikanum í máli sem þeim var falið. Það var nokkuð augljóst fannst öllum nema einum að hann var sekur en náði sá hinn sami að koma öllum yfir á sitt band eftir að hann sýndi fram á það að vitnisburðurinn hafi ekki verið nógu augljós. Leikararnir eru allir frábærir og leikstjórinn nær að kreista fram spennu út úr einu litlu herbergi en hef ég ekki séð það verið gert svona vel fyrir utan Hitchcock myndina Rear Window.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þú hefur ekki séð þessa mynd þá skaltu drífa þig út á leigu og athuga hvort þeir eigi hana ekki til því þetta er einfaldlega mögnuð mynd sem gerist á einum heitum sumardegi í einu herbergi í dómshúsinu í New York-borg þar sem kviðdómendur í morðmáli eru í þann mund að dæma ungan mann í rafmagnsstólinn þangað til einn kviðdómandinn sem er snilldarlega leikinn af Henry Fonda fær þá flugu í höfuðið að pilturinn gæti verið saklaus eftir allt saman og síðan reynir hann að sannfæra hina kviðdómendurna um sakleysi hans en hvort það tekst verður ekkert látið uppi hér en eitt er víst að hér er á ferðinni mynd sem hefur allt að bera þ.e. gott handrit, góðan leikhóp með Henry Fonda þar fremstan meðal jafningja og frábæra leikstjórn Sidney Lumet sem þarna var að leikstýra sinni fyrstu mynd. Tvímælalaust 4 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.09.2012

Sófaspíran hefnir sín

Ný helgi, ný dagskrá, ný meðmæli. Ekki verður það flóknara. Lítið merkilegt að sjá í imbakassanum þessa helgina en þó tvær áhugaverðar og blendnar hvað dóma varðar. Engin skemmtilega slæm að þessu sinni,...

03.08.2012

Grípandi geðveiki og sótsvartur húmor

Skítt með Frailty. Skítt með The Lincoln Lawyer og meira að segja Magic Mike! Texas-rakkinn Matthew McConaughey hefur formlega útskrifast úr "flottur-kroppur-sem-vill-geta-leikið" deildinni og það gerir Killer Joe að mesta st...

14.02.2010

Áhorf vikunnar (8.-14. feb)

Febrúar er venjulega talinn vera "dömp" mánuður fyrir kvikmyndir í bíó, sem þýðir oftast lélegra úrval en venjulega. Þessu er ég að mörgu leyti sammála. Þó svo að það séu enn ýmsar góðar myndir í sýningum (t...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn