Náðu í appið
Öllum leyfð

Rear Window 1954

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Through his rear window and the eye of his powerful camera he watched a great city tell on itself, expose its cheating ways...and Murder!

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 100
/100

Atvinnuljósmyndarinn L.B. "Jeff" Jeffries fótbrotnar þegar hann er að reyna að ná mynd í kappakstri. Nú er hann fastur í íbúð sinni í New York, og drepur tímann með því að horfa út um gluggann og fylgjast með nágrönnum sínum. Hann byrjar að gruna að maðurinn hinum megin við garðinn hafi myrt eiginkonu sína. Jeff fær hjálp frá hinni tískumeðvituðu... Lesa meira

Atvinnuljósmyndarinn L.B. "Jeff" Jeffries fótbrotnar þegar hann er að reyna að ná mynd í kappakstri. Nú er hann fastur í íbúð sinni í New York, og drepur tímann með því að horfa út um gluggann og fylgjast með nágrönnum sínum. Hann byrjar að gruna að maðurinn hinum megin við garðinn hafi myrt eiginkonu sína. Jeff fær hjálp frá hinni tískumeðvituðu unnustu sinni Lisa Feemont og hjúkrunarkonu sinni Stellu til að rannsaka málið.... minna

Aðalleikarar

Klassískur Hitchcock
Rear Window er ágætis spennumynd frá sjötta áratugnum. Hún stenst tímans tönn og er ennþá skemmtileg og spennandi eftir öll þessi ár.

Hún fjallar um manninn Jeff sem að er fótbrotinn ljósmyndari. Hann á viku eftir í gifsi áður en hann snýr aftur til vinnu og leiðist honum mjög á daginn. Hann nýtur tíma sinn til að líta út um gluggann og skoða hvað nágrannar hans eru að gera í gluggum sínum. Það er margt skrautlegt að gerast en hann fer að halda því fram að nágranni sinn hafi drepið konu sína en hefur engin sönnunargögn. Þá þarf hann ásamt aðstoð kærustu sinnar Lisu, Grace Kelly og hjúkkunni Stellu að leysa og sanna þetta morðmál fyrir lögreglunni. Þetta reynir hann að sanna á spennandi og frumlegan hátt því hann situr bara við gluggann alla daga og starir með ljósmyndalinsu sinni á hverfið.

Þessi mynd er klassísk og er ágæt spennusaga. Það er þó leiðinlegt að myndin er svo hæg og fyrir 21. aldar áhorfanda er ekki nógu mikil spenna í myndinni, ekki skotleikir eða feluleikir. Myndin er samt eins og oft áður hjá Hitchcock vel heppnuð og eru samtölin rosalega vel skrifuð. Mæli með henni fyir þá sem hafa gaman af gömlum myndum og Hitchcock myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð og spennandi mynd. Alfred Hitchcock sýnir snilldartakta og skapar mjög góða mystery sögu sem heltekur mann alveg frá byrjun myndarinnar. Grace Kelly og James Stewart sýna snilldartakta í hlutverkum sínum. Klassamynd frá meistara Hitchcock sem enginn aðdáandi hans, eða alvöru spennumynda ætti að láta fram hjá sér fara. Eitt af bestu verkum Hitchcocks, pottþétt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alfred Hitchcock. Grace Kelly. James Stewart. Þessar þrjár manneskjur eru nóg til að tryggja góða kvikmynd, og Rear Window er svo sannarlega ein besta mynd allra tíma og langbesta mynd Hitchcocks að mínu mati. Ekki einu sinni Psycho jafnar þetta meistaraverk. Það er nákvæmlega ekkert sem hægt er að kvarta yfir. Sagan er skotheld og jafn spennandi í dag og hún var fyrir tæpum 50 árum. Stewart er frábær í hlutverki ferðaljósmyndarans farlama sem grunar nágranna sinn um græsku. Kelly er yndisleg sem kærasta hans, Raymond Burr (betur þekktur sem Perry Mason) klikkar ekki sem vondi kallinn, og Thelma Ritter hressir upp á myndina með smá kaldhæðni. Kvikmyndir gerast hreint út sagt ekki betri en Rear Window og hún er skylduáhorf fyrir hvern sem er. Fyrir utan það að vera tæknilegt meistaraverk síns tíma &8211; sviðsmynd, kvikmyndataka, lýsing, o.s.frv. voru einhver flóknustu tækniverk sem unnin höfðu verið &8211; er frásagnarstíll Hitchcocks í toppformi hér. Frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það kom mér verulega á óvart að ekki skyldi vera búið að senda inn umfjöllun um þessa frábæru mynd Hitchcocks frá árinu 1955 með þeim Jimmy Stewart og Grace Kelly í aðalhlutverkum ásamt hinum skemmtilega Raymond Burr. Jimmy Stewart leikur hér þekktan tímarita ljósmyndara sem er bundinn heima við í hjólastól eftir fótbrot og hefur ekkert betra að gera en sitja við gluggann og glápa á grannana í gegnum kíki.Eitthvað finnst honum grunsamlegt í fari eins grannans og smátt og smátt sannfærist hann um að granninn hafi komið einhverjum fyrir kattarnef.Fljótlega snúast hlutirnir upp í leik kattarins að músinni en hver er músin? Ógleymanleg mynd með ótrúlegri myndatöku og snilldarblöndun tónlistar og klippinga. Þessi er ein af 5 bestu myndum snillingsins, mynd sem allir áhugamenn um kvikmyndir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ógleymanlegt meistaraverk úr safni meistara Hitchcock. Hér segir frá ljósmyndara sem fótbrotnaði í kjölfar vinnuslyss, neyðist til að hanga heima og hefur lítið fyrir stafni og hundleiðist það, vægast sagt. Hans tómstundaiðja heima við verður að nota sjónkíkinn sinn til að fylgjast mannlífinu hjá nágrönnum hans og uppgötvar hann sér brátt til mikillar skelfingar að einn þeirra hefur myrt eiginkonu sína og hefur hulið spor sín svo vel að líkið mun aldrei finnast nema hann leysi málið sjálfur. En þá vandast málin, hvernig getur hann sannfært aðra um að nágranninn hafi framið verknaðinn og að hann hafi nokkru sinni átt sér stað. Sú eina sem virðist trúa honum er kærastan hans Lisa, en það er ekki nóg, hann verður að fá liðsinni lögreglunnar áður en nágranninn kemst að hann hefur verið staðinn að verki, þá gæti allt verið orðið of seint. Hér gengur bókstaflega upp til að skapa ómótstæðilegt og klassískt meistaraverk sem er eitt af bestu snilldarverkum meistara Hitchcock. Óskarsverðalaunaleikarinn James Stewart vinnur einn af stærstu leiksigrum sínum í hlutverki ljósmyndarans L.B. Jeffries og ber hann myndina hreinlega uppi, hann er á skjánum allan tímann og er hrein snilld að fylgjast með þessum leikara sem er hiklaust einn af allra bestu leikurum tuttugustu aldarinnar í þessu stórfenglega hlutverki sem margir höfðu hafnað áður en hann tók því, m.a. hafði Humphrey Bogart, Spencer Tracy og Cary Grant verið boðið hlutverkið. Óskarsverðlaunaleikkonan Grace Kelly er einnig sannkallað augnayndi í hlutverki Lisu Freemont, hinnar trygglyndu og vellauðugu unnustu Jeffries. Hún var ásamt Stewart tilnefnd til óskarsverðlaunanna 1954 fyrir leik sinn, hann sem besti leikari í aðalhlutverki en hún sem besta leikkona í aukahlutverki. Grace Kelly vann óskarinn hinsvegar sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir "Country Girl" sem hún gerði sama ár. Einnig má minnast gamanleikkonuna Thelmu Ritter sem er mjög góð í hlutverki Stellu, sjúkranuddara, Wendell Corey í hlutverki löggunnar Thomas J. Doyle og síðast en ekki síst Raymond Burr sem leikur hér aldrei þessu vant vonda kallinn, en hann var mest þekktur fyrir túlkun sína á lögfræðingnum Perry Mason. Semsagt hér er á ferðinni úrvalsmynd sem ég mæli eindregið með við alla kvikmyndaunnendur og alla þá sem áhuga hafa á meistaraverkum Alfred Hitchcock og þeirra sem vilja sjá sannkallaða klassamynd. Ég gef "Rear Window" hiklaust fjórar stjörnur, hún er tvímælalaust ein af eftirminnilegustu spennumyndum tuttugustu aldarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn