Náðu í appið

Kramer vs. Kramer 1979

Fannst ekki á veitum á Íslandi

There are three sides to this love story!

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 77
/100

New York auglýsingamaðurinn efnilegi Ted Kramer lítur svo á að hlutverk hans og aðalábyrgð gagnvart fjölskyldunni liggi í því að fæða hana og klæða, sem þýðir að hann leggur alla áherslu á frama sinn í fyrirtækinu. Joanna Kramer, eiginkona hans til átta ára, þarf að sjá um heimilið og son þeirra, Billy Kramer, 5 ára, en Ted vill ekki að konan sé... Lesa meira

New York auglýsingamaðurinn efnilegi Ted Kramer lítur svo á að hlutverk hans og aðalábyrgð gagnvart fjölskyldunni liggi í því að fæða hana og klæða, sem þýðir að hann leggur alla áherslu á frama sinn í fyrirtækinu. Joanna Kramer, eiginkona hans til átta ára, þarf að sjá um heimilið og son þeirra, Billy Kramer, 5 ára, en Ted vill ekki að konan sé útivinnandi. Að áeggjan hinnar nýfráskildu Margaret Phelps, sem býr í sömu blokk og þau fjölskyldan, þá ákveður Joanna að yfirgefa Bill og Ted, þar sem hún er búin að fá nóg af þessu lífi. Ted telur að Joanna þurfi bara að jafna sig, og muni snúa til baka eftir einn til tvo daga, en hún gerir það ekki. Ted verður því að gera miklar breytingar á lífi sínu, og nú lenda verkefnin sem áður voru á herðum Joanna á hans herðum, auk þess sem hann þarf að sinna sambandi sínu við Bill, en samband þeirra er erfitt í fyrstu, en breytist svo í ástríkt og gott feðgasamband, og Margaret er þeim til halds og trausts. Tvö atriði ógna nú þessu nýja lífi þeirra feðga; neikvæð áhrif þessa nýja lífsmynsturs á vinnuna hjá Ted, og svo þegar Joanna mætir aftur á svæðið 15 mánuðum síðar, með aukið sjálfstraust, og vill fá forræði yfir syni þeirra. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Hádramatísk og einkar áhrifarík frásögn af manni sem verður allt í einu að sjá einn um ungan son sinn þegar eiginkonan fer að heiman dauðþreytt á sambandsleysinu í hjónabandinu og berjast síðan við hana um yfirráðaréttinn yfir stráknum. Áttföld óskarsverðlaunamynd sem tekur sérlega skynsamlega á viðkvæmu efni og eldist lítt með tímanum því innihaldið getur ávallt átt við. Dustin Hoffman og Meryl Streep fengu bæði óskarsverðlaunin fyrir stórgóðan leik sinn. Þau eru alveg hreint stórkostleg í hlutverkum Kramer-hjónanna og vinna þau bæði samúð áhorfandans í klemmu sem oft er svo erfitt að leysa farsællega. Sterk mynd, innileg, rík af tilfinningum og full af góðum boðskap. Hún er algerlega laus við lélega og hreint óþolandi væmni sem oft er að finna í svipuðum myndum. Ég gef Kramer vs. Kramer tvímælalaust fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni við alla þá sem hafa gaman af klassískum og stórkostlegum kvikmyndum með sannan boðskap!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn