Örugglega skemmtilegasta leigumorðingjamynd sem ég hef séð um ævina. Leigumorðinginn Martin Blank fær verkefni í sínum gamla heimabæ, Grosse Point. Nú, fyrir tilviljun á sér stað á sama tíma 10 ára útskriftarafmæli hans gamla bekkjar og auðvitað verður gamli að mæta á svæðið áður en hann gengur frá viðfangsefninu. Hann hittir þar gamla bekkjarbræður og systur og gamla kærustu sem hann hafði einmitt stungið af fyrir lokaballið. Inn í allt þetta blandast svo sálfræðingur morðingjans, snilldarlega leikinn af Alan Arkin, einkaritari hans, ekki síður vel leikin af systur John Cusack, Joan Cusack svo ekki sé minnst á leigumorðingjann Grocer og föður gömlu kærustunnar. Þetta er snilldarræma sem allir ættu að sjá og helst eiga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei