Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Grosse Pointe Blank 1997

Even A Hit Man Deserves A Second Shot!

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Martin Blank er leigumorðingi sem fer að fá samviskubit yfir vinnunni, sem verður til að hann klúðrar tveimur verkefnum. Að ráði ritara síns og sálfræðings, þá fer hann á 10 ára útskriftarafmæli sitt úr miðskóla í Grosse Pointe í Michigan ( úthverfi í Detroit þar sem hann hefur einnig fengið það verkefni að drepa mann ). Á hælum hans eru tveir metnaðarfullir... Lesa meira

Martin Blank er leigumorðingi sem fer að fá samviskubit yfir vinnunni, sem verður til að hann klúðrar tveimur verkefnum. Að ráði ritara síns og sálfræðings, þá fer hann á 10 ára útskriftarafmæli sitt úr miðskóla í Grosse Pointe í Michigan ( úthverfi í Detroit þar sem hann hefur einnig fengið það verkefni að drepa mann ). Á hælum hans eru tveir metnaðarfullir alríkislögreglumenn, annar leigumorðingi sem vill drepa hann, og Grocer, leigumorðingi sem vill að hann gangi í samtök leigumorðingja.... minna

Aðalleikarar


Örugglega skemmtilegasta leigumorðingjamynd sem ég hef séð um ævina. Leigumorðinginn Martin Blank fær verkefni í sínum gamla heimabæ, Grosse Point. Nú, fyrir tilviljun á sér stað á sama tíma 10 ára útskriftarafmæli hans gamla bekkjar og auðvitað verður gamli að mæta á svæðið áður en hann gengur frá viðfangsefninu. Hann hittir þar gamla bekkjarbræður og systur og gamla kærustu sem hann hafði einmitt stungið af fyrir lokaballið. Inn í allt þetta blandast svo sálfræðingur morðingjans, snilldarlega leikinn af Alan Arkin, einkaritari hans, ekki síður vel leikin af systur John Cusack, Joan Cusack svo ekki sé minnst á leigumorðingjann Grocer og föður gömlu kærustunnar. Þetta er snilldarræma sem allir ættu að sjá og helst eiga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.11.2013

Tökur á Bad Santa 2 á næsta ári

Tökur á Bad Santa 2 hefjast að öllum líkindum á næsta ári. Þetta segir aðalleikarinn Billy Bob Thornton. Síðan Bad Santa kom út 2003 hefur hann reynt að sjá til þess að framhaldsmynd verði gerð og núna virðist sem ha...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn