Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd kom mér virkilega á óvart. Ég horfði á þessa mynd með engar væntingar. Alec Baldwin hefur hingað til ekkert heillað mig sérstaklega sem leikari en frammistaða hans í þessari mynd hlýtur að vera sú besta á ferli hans. Miami Blues er óvenjuleg mynd vegna þess að hún dansar hættulegan línudans milli gamanmyndar, dramamyndar og spennumyndar og því má segja að hún leiki sér með ólíkar tilfinningar áhorfenda til skiptis en geri það óvenju vel. Aðalleikararnir þrír þau Jennfer Jason Leigh og Fred Ward ásamt áðurnefndum Baldwin eru óborganleg í hlutverkum sínum og skapa mjög eftirminnilegar persónur með frábærum frammistöðum sínum. Þetta er mynd sem er erfitt að útskýra og bera saman við aðrar myndir en fyrir vikið er hún mjög athyglisverð og mjög vanmetin í raun.