Wolves
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er ljótt orðbragð
Drama

Wolves 2016

109 MÍN

Anthony er menntaskólanemi sem virðist stefna í rétta átt, en hann er fyrirliði skólaliðsins í körfubolta og hefur vegna hæfileika sinna góða von um að fá skólastyrk frá Cornell-háskólanum. En það er ekki allt sem sýnist. Þótt Anthony virðist utan frá séð ganga allt í haginn glímir hann við erfitt vandamál heima hjá sér því faðir hans, Lee, er... Lesa meira

Anthony er menntaskólanemi sem virðist stefna í rétta átt, en hann er fyrirliði skólaliðsins í körfubolta og hefur vegna hæfileika sinna góða von um að fá skólastyrk frá Cornell-háskólanum. En það er ekki allt sem sýnist. Þótt Anthony virðist utan frá séð ganga allt í haginn glímir hann við erfitt vandamál heima hjá sér því faðir hans, Lee, er drykkfelldur rusti sem komið hefur sér í miklar skuldir vegna spila- og veðmálafíknar. Þegar lið Anthonys, Wolves, kemst langt í skólakeppninni sér Lee í því tækifæri til að vinna háa upphæð en til þess þarf hann að fá Anthony til að hafa rangt við. Og þá reynir á hinn unga mann.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn