Náðu í appið
Öllum leyfð

The Rebound 2009

Frumsýnd: 26. febrúar 2010

She's still got it. He's just getting it.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics

Þegar Sandy kemst að því að eiginmaður hennar heldur framhjá henni, ákveður hún að flytja úr úthverfinu sem hún býr í og til borgarinnar. Hún fær sér íbúð fyrir neðan kaffihús. Henni verður vingott við einn af starfsmönnum kaffihússins, Aram, en kona hans giftist honum einungis til að fá græna kortið bandaríska. Fjölskyldu Arams finnst hann vera... Lesa meira

Þegar Sandy kemst að því að eiginmaður hennar heldur framhjá henni, ákveður hún að flytja úr úthverfinu sem hún býr í og til borgarinnar. Hún fær sér íbúð fyrir neðan kaffihús. Henni verður vingott við einn af starfsmönnum kaffihússins, Aram, en kona hans giftist honum einungis til að fá græna kortið bandaríska. Fjölskyldu Arams finnst hann vera að sóa lífi sínu og menntun með því að vinna á kaffihúsi. Síðar ræður Sandy Aram til að vera barnfóstra fyrir hana þegar hún ræður sig í nýja vinnu. Það líður ekki á löngu þar til þau ákveða að fara á stefnumót. En spurningin er: er þetta alvöru samband, eða er samband þeirra einungis fyrir þau til að jafna sig á síðasta sambandi. ... minna

Aðalleikarar

Alls ekki svo slæm
The Rebound er ein af þessum rómantísku gamanmyndum sem kemur þægilega á óvart, sem setur hana í skemmtilegan minnihluta. Hún kemst nokkuð vel upp með það að hafa bæði grófan húmor og smá melódrama. Afraksturinn virkar vegna þess að myndin hefur alvöru umhyggju fyrir persónum sínum, sem er aldrei ókostur, sérstaklega í mynd sem þú veist hvernig endar. Eða hvað?

Þessi mynd fengi hjá mér afar traust meðmæli ef hún hefði ekki einn alvarlegan galla: skjáparið hefur enga kemistríu. Í sitthvoru lagi eru þau Justin Bartha og Catherine Zeta-Jones afskaplega viðkunnanleg og fín en þegar þau eru saman líður manni eins og neistann vanti. Þetta kemur aldursmuninum hvergi við, heldur leikstjórninni. Þessi galli hefur samt ekki eins skaðleg áhrif á heildina og maður myndi halda því myndin gengur ekki einungis út á sambandið þeirra tveggja, sem er skemmtileg tilbreyting svo ekki sé minnst á seinustu 20 mínúturnar, sem tóku myndina í allt aðra átt en ég hefði nokkurn tímann búist við. Ég verð eiginlega að segjast vera nokkuð ánægður með það að handritið skuli hafa vit fyrir því að forðast týpísku Hollywood-formúluna og gera eitthvað mun trúverðugra í staðinn.

Ég fíla samt hvernig tónninn skiptist. Í fyrsta þriðjungnum fáum við óvenju mikinn skammt af fullorðinshúmor, bæði smekklegum og ósmekklegum (senan með "flassaranum" var gull!), síðan tekur dæmigerða, dúnmjúka ástarsagan við áður en myndin hitar svo upp fyrir semi-alvarlegan lokaþriðjung sem ég held að enginn hafi búist við. Þegar uppi er staðið fékk ég allt aðra mynd en ég átti von á og ég meina það á mjög jákvæðan hátt. Ég hélt kannski ekki með parinu en ég naut myndarinnar ágætlega þrátt fyrir það. Hún gleymist fljótt, en endilega gefið henni séns ef þið eruð að fara á deit.

6/10

PS. Kemur það einhverjum á óvart að Kata Zeta skuli hafa samþykkt að leika í rómantískri mynd þar sem mikill aldursmunur er á milli parsins?

Hélt ekki.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.02.2010

Áhorf vikunnar (22.-28. feb)

Þá er komið að því. Tími vikunnar þar sem notendur deila með okkur hinum hvað þeir gláptu á. Ekki gleyma einkunn og umsögn. Undirritaður tekur frumkvæðið eins og áður.Mín kvikmyndavika - sem var heldur öflug ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn