Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

She's All That 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. maí 1999

A new comedy that proves there's more to attraction than meets the eye.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Aðalgaurinn í miðskólanum, Zach Siler, fær reisupassann frá lokaballsdrottningunni, kærustu sinni, þegar hún tekur upp samband við leikara í sápuóperu í sjónvarpi. Á meðan hann er að jafna sig á þessu þá tekur hann veðmáli vinar síns, um að hann geti byrjað með gleraugnaglámnum Laney Boggs, og fengið hana kosna sem drottningu lokaballsins í staðinn.... Lesa meira

Aðalgaurinn í miðskólanum, Zach Siler, fær reisupassann frá lokaballsdrottningunni, kærustu sinni, þegar hún tekur upp samband við leikara í sápuóperu í sjónvarpi. Á meðan hann er að jafna sig á þessu þá tekur hann veðmáli vinar síns, um að hann geti byrjað með gleraugnaglámnum Laney Boggs, og fengið hana kosna sem drottningu lokaballsins í staðinn. Þetta virðist vera nánast óyfirstíganlegt verkefni, en Laney tekur af henni gleraugun, lagar hárið á henni, og finnur falleg föt handa henni, og viti menn, hann fer að renna hýru auga til hennar sjálfur! ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Myndin er fyrirsjánaleg og barnaleg en það er hægt að hafa gaman að henni upp að vissu marki. Enginn snilld ekki heldur eins mikil hörmung og ég hafði búist við. Ekki mynd sem maður horfir á með félögunum, kanski stelpu. Gleymist fljótt ekkert vera eyða pening í þessa mynd kíkið heldur á hana þegar hún er sýnd á stöð 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

She´s All That er mjög góð grínmynd og hentar fyrir alla aldurshópa. Leikararnir eru mjög góðir og passa alveg í hlutverkin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var nokkuð góð en týbísk unglingamynd sem fjallaði um strák sem var vinsælasti strákurinn í skólanum og var ný hættur með kærustunni sinni ( hún hætti með honum ) en hún var vinsælasta stelpan í skólanum. Eftir að hún hættir með honum ( fyrir annan strák ) segir hann við besta vin sinn að ef hann myndi byrja með einhverri stelpu þá myndi hún verða vinsælust í skólanum ( sama hvaða stelpa það myndi verða ). Þessi mynd er mjög skemmtileg og fyndin og á hún skilið þessar tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er allt í lagi mynd, en ekki mikið meira. Þokkalega leikin og að sjálfsögðu með góðan endi. Ef þið eruð ekki mjög tímabundin þá er í lagi að eyða kvölstund í þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

She´s All That er leiðinleg, Freddie Prinze Jr. er lélegur leikari, myndin er of óraunverleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn