Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Boys and Girls 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. september 2000

Opposites Attack

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 29
/100

Jennifer og Ryan eru nemendur við Berkeley háskólann, og hafa verið kunningjar síðan þau voru unglingar. Hún er snör í hugsun, kaldhæðin, hrifin af bókmenntum og sjálfstæð; hann er varfærinn, bókstaflegur, alvarlegur, lærir verkfræði, og er alltaf búinn að gera áætlun um allt. Þau fara í gönguferðir saman, hugga hvort annað þegar þau lenda í ástarsorg,... Lesa meira

Jennifer og Ryan eru nemendur við Berkeley háskólann, og hafa verið kunningjar síðan þau voru unglingar. Hún er snör í hugsun, kaldhæðin, hrifin af bókmenntum og sjálfstæð; hann er varfærinn, bókstaflegur, alvarlegur, lærir verkfræði, og er alltaf búinn að gera áætlun um allt. Þau fara í gönguferðir saman, hugga hvort annað þegar þau lenda í ástarsorg, og hann segir henni frá áætlunum sínum. Hún ætlar til Ítalíu eftir útskrift. En þá, sem kemur þeim báðum á óvart, sofa þau saman. Hennar viðbrögð eru að halda áfram að vera vinir, en honum sárna þau viðbrögð hennar, þannig að hann dregur sig í hlé. Munu þau geta leyst úr málunum áður en hún fer úr bænum?... minna

Aðalleikarar


Æi, þessar unglingamyndir eru farnar að verða helvíti þreytandi allar saman. Ég verð að viðurkenna að markaðssetningin hjá Miramax fyrir hana þessa var fjári góð, því þeir plötuðu mig í bíó með því að nota Jason Biggs (úr American Pie) í öllum auglýsingunum. Og hann er bráðfyndinn í myndinni... verst að hann er í frekar smáu aukahlutverki. Myndin einblínir á sérlega óspennandi samband nördsins Ryans (Freddie Prinze) og "dúllunnar" Jennifer (Claire Forlani). Þau kynntust 12 ára gömul og voru síður en svo vinir. Fyrr en í háskóla... bla bla, alltaf saman, tala um allt, bla bla, skyldu þau elska hvort annað, bla bla, kyss kyss, bla bla... vandamálið með þessa mynd, fyrst og fremst, er endalaust orðagjálfur aðalpersónanna. Þau halda ekki kjafti eitt andartak. Þau þvaðra og blaðra út í eitt. Ekki furða að þau kyssast, þau eru að reyna að þagga niður hvort í öðru! Annað mál er ótrúverðugleikinn. Freddie Prinze sem ljótur nörd? Er ekki allt í lagi? Höfðu framleiðendurnir ekki séð manninn? Hver kvenmaður sem ég þekki hreinlega stynur af losta þegar hann birtist. Og hin breska Claire Forlani getur ómögulega feikað amerískan hreim, hún er svo augljóslega að reyna það að mann hálfverkjar. Leikstjórinn Robert Iscove (She's All That) virðist hafa lítinn áhuga á að búa til bíómyndir og meiri áhuga á tónlistarmyndböndum. Alveg eins og í She's All That er algjörlega fáránlegu dansatriði troðið inn í miðja mynd. En myndin er ekki alslæm. Jason Biggs er óborganlega fyndinn í hverju einasta atriði sem hann er í, og betra væri að myndin snerist um hann (þess vegna ætla ég að sjá unglingamyndina Loser seinna í sumar... hann er í aðalhlutverkinu). Amanda Detmer sem stórundarlegur herbergisfélagi Jennifer á líka góða spretti. Og það var gaman að sjá Heather Donahue úr Blair Witch Project gera eitthvað annað en að hlaupa í myrkri og snýta sér á myndavélina. Hún var góð í sínu litla hlutverki. En í heildina séð er Boys and Girls annar nagli í líkkistuna sem mun geyma unglingamyndir í framtíðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn