Kvikmynd um fræga vináttu tónlistarmannanna David Bowie og Iggy Pop er í undirbúningi.
Samkvæmt The Hollywood Reporter mun Gabriel Range (Death of a President) leikstýra myndinni, sem hefur fengið vinnuheitið Lust for Life, eftir einu frægasta lagi Iggy Pop.
Myndin mun einblína á tímabilið á áttunda áratugnum þegar Bowie og Pop bjuggu í Berlín og tóku upp plöturnar Idiot, Lust for Life og Low.
Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem gerð er mynd byggð á vináttu Bowie og Pop. Í Velvet Goldmine sem kom út 1998 léku Jonathan Rhys Meyers og Ewan McGregor persónur sem voru byggðar á tónlistarmönnunum tveimur.