Munich plakat

Spielberg er klárlega óstöðvandi þessa dagana. En nú er hann að fínpússa aðra stórmynd sína á þessu ári (hin var að sjálfsögðu War of the Worlds – fyrir þá sem voru eitthvað dauðir í sumar), Munich. Ég fann hérna ansi athyglisvert ‘teaser-plakat’ fyrir þessa væntanlegu perlu (svo maður voni…).
Myndin skartar Eric Bana, Daniel Craig (m.ö.o. nýi Bond) og Geoffrey Rush í helstu hlutverkum. Hvort að gæðastigið verði eitthvað í líkingum við Schindler’s List er eflaust umdeilt og fer væntanlega eftir mismiklu bjartsýni fólks, en það er ykkar að dæma. Myndin kemur út í desember skv. skráðum tölum.