Mun Brosnan heyra Hljóð Þrumunnar?

Sound Of Thunder er titill sem hljómar eins og maður ætti að hafa heyrt hann áður (Days of Thunder kannski? Of margir af þessum titlum hljóma eins). Þetta er heiti smásögu einnar, sem Ray Bradbury (451 Fahrenheit) skrifaði, og fjallaði um veiðimann einn sem ferðast langt aftur í tímann til þess að veiða hina fullkomnu bráð, risaeðlur. Nú á hugsanlega að kvikmynda verkið, og á hinn vondi leikstjóri Peter Hyams (sem gerði hina afspyrnuslæmu The Musketeer) í samningaviðræðum um að leikstýra myndinni. Bond sjálfur, Pierce Brosnan mun taka að sér hlutverk veiðimannsins og munu tökur hefjast að öllum líkindum snemma á næsta ári.