Mummy 3 þegar komin í tökur

Samkvæmt fréttavef Dark Horizons eru tökur þegar hafnar hjá Universal á Mummy 3. Myndin, sem mun einblína á Sporðdrekakónginn sem leikinn var af The Rock í Mummy Returns, kemur til með að gerast á undan henni. Myndinni er leikstýrt af Chuck Russell ( The Mask ). Vonandi sannar The Rock sig sem nógu mikill leikari til þess að geta haldið uppi kvikmynd af þessari stærðargráðu.