Mjallhvít og veiðimaðurinn verður þríleikur

Eins og við höfum sagt frá hér á síðunni þá er framleiðsla á myndinni Snow White and the Huntsman hafin, og Chris Hemsworth, sjálfur Thor, er á meðal leikara.
Tímaritið Entertainment Weekly ræddi við framleiðenda myndarinnar, Joe Roth ( sem framleiddi einnig Alice in Wonderland ) sem segir að stefnt sé að því að gera þrjár myndir upp úr ævintýrinu.

„Þetta á að vera fyrsta myndin af þremur,“ sagði hann. „Sagan mun enda, en það verður ýmsum spurningum ósvarað í lokin sem varða þrjár aðalpersónurnar.“

Universal Pictures áætlar að frumsýna myndina 1. júní 2012. Leikstjóri er Rupert Sanders og í aðalhlutverkum eru Kristen Stewart, Charlize Theron, Sam Claflin, Chris Hemsworth, Ray Winstone, Ian McShane, Eddie Izzard, Bob Hoskins, Toby Jones, Eddie Marsan, Stephen Graham, Ray Winstone, Lily Cole og Sam Spruell. Tökur hefjast í ágúst nk.

„Við höldum okkur við upprunalegu söguna á svipaðan hátt og við gerðum í myndinni um Alice, ungri stúlku sem er ætlað að verða drottning, er úthýst,“ bætti Roth við.
„Veiðimaðurinn er málaliði, á þann hátt að hann er mjög fær að bjarga sér í skóginum, og færari en flestir. Hann hefur þann starfa að elta uppi stúlkur sem strjúka að heiman, sem eru allar að flýja konungsríkið útaf drottningunni. Hann er í raun ekki góði gæinn í upphafi myndar, en hann er eiginlega búinn að gefast upp fyrir lífinu, eftir að hafa misst konu sína.“

Myndin er ný sýn á ævintýrið um Mjallhvíti. „Í byrjun er hún ekki kona í neinum háska, heldur saklaus, en eftir að hafa verið fangi hinnar illu drottningar í 11 ár, þá flýr hún og lærir að lifa sem stríðsmaður í skóginu,“ segir framleiðandinn.

Entertainment Weekly segir að myndin verði kynnt á Comin-Con í San Diego sem byrjar síðar í þessum mánuði.