Eins og flestir vita þá missti Ned Stark í Game of Thrones höfuðið í fyrstu seríu þáttanna, en það kemur þó ekki í veg fyrir að hann muni birtast í næstu seríu, seríu 6.
Því miður þá verður það ekki Sean Bean sjálfur ( hann leikur Ned Stark sem fullorðinn mann) sem kemur á skjáinn, heldur mun mun persónan mæta í formi endirlits í leiftursýn aftur í tímann.
Samkvæmt vefsíðunni Watchers on the Wall, þá hefur hinn 13 ára gamli Sebastian Croft verið valinn til að leika hlutverk Stark, en leitað var að ungum jarphærðum dreng, með grannt andlit, græn augu, og norður-enskan hreim.
Samkvæmt sömu heimildum þá mun persónan koma fram í atriði með öðrum ungum dreng, sem gæti verið vinur hans Robert Baratheon, þegar þeir voru ungir að alast upp í the Eyrie.
Búist er við 6. seríu af Game of Thrones á skjáinn í apríl nk.