Michel Gondry velur 25 bestu tónlistarmyndböndin

Michel Gondry hitti nýlega Entertainment Weekly og bjó til lista fyrir þau yfir 25 bestu tónlistarmyndbönd allra tíma að hans mati, og ef það er einhver sem ætti að búa til svoleiðis lista þá er það hann!

Fyrir þá sem ekki vita þá er Gondry frekar spes, en hann hefur leikstýrt myndum eins og Eternal Sunshine of the Spotless Mind, The Science of Sleep og Be Kind Rewind og gert fjölmörg tónlistarmyndbönd sjálfur. Hann byrjaði líka sweded þemað sem hefur notið gríðarlega mikilla vinsælda á veraldarvefnum, en ég mæli með því að þið kíkjið á sweded trailerinn á undirsíðu Be Kind Rewind hér á kvikmyndir.is og þá vitiði hvað ég er að tala um.

Listann má sjá með því að smella hér!   – Farið í „Next photo“ til að sjá næsta tónlistarmyndband á listanum