Michael stofnar McDonalds

Michael Keaton hefur leikið í flottum myndum nú síðustu misseri; Birdman, þar sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverk, en myndin sjálf fékk Óskarsverðlaun sem besta mynd, og einnig þótti hann frábær í Spotlight, sem einnig fékk Óskarinn sem besta mynd.

Næst á dagskrá hjá honum er The Fonder, sem byggð er á sannri sögu sölumannsins Ray Kroc, sem stofnaði hvorki meira né minna en McDonald´s hamborgararisann.

founder-michael-keaton

Myndin fjallar um uppruna McDonald´s, en athafnamaðurinn Kroc, sá tækifæri í litlum veitingastað sem bræður hans Richard „Dick“ McDonald, leikinn af Nick Offerman, og Maurice „Mac McDonald“, sem leikinn er af John Caroll Lynch, ráku á sjötta áratug síðustu aldar.

Á endanum tók hann stjórnina á fyrirtækinu, keypti það fyrir 2,7 milljónir Bandaríkjadala árið 1961, og breytti því í þann risa á markaðnum sem keðjan er í dag.

Handrit skrifar  Robert D. Siegel og leikstjóri er John Lee Hancock. Aðrir helstu leikarar eru Laura Dern, Patrick Wilson og Linda Cardellini.

the-founder-poster

Myndin er væntanleg í bíó í ágúst nk.